Hús dagsins: Grundargata 5 (ásamt endurbirtingu nr. 6 og 7)

Ég hef síðustu daga verið staddur í Grundargötu, stystu og einni af elstu þvergötum Strandgötunnar og hér loka ég umfjölluninni um götuna, en hús nr. 6 og 7 hef ég áður tekið fyrir.P6060005 En á þessari mynd er það Grundargata 5. Nú er það svo að þeim tveim heimildum sem ég hef helst stuðst við í skrifunum mínum ber ekki um saman um byggingarár hússins eða hver byggði. Guðný Gerður og Hjörleifur (1995) segja húsið byggt 1896 af bræðrunum Sveini og Stefáni Ólafssonum, sem fengu þarna byggingarleyfi árið áður en Steindór Steindórsson (1993) segir húsið byggt 1898 af Jónatan Jónssyni og Einari Sveinssyni. Þetta gæti í sjálfu sér hvort tveggja verið rétt, þ.e. hinir síðarnefndu gætu hafa keypt húsið, hugsanlega hálfbyggt, af bræðrunum en það er ekkert einsdæmi að upprunasaga húsa á þessum aldri sé óljós. En þegar húsið var virt til brunabóta 1916 er það sagt einlyft timburhús á lágum kjallara og með háu portbyggðu risi. Og þess má geta að tæpri öld síðar á nákvæmlega þessi lýsing enn við húsið sem er að stórum hluta óbreytt að ytra byrði frá fyrstu gerð. Húsið er ágætis mælikvarði á breytingarnar á næstu húsum, númer 3 og 6 því fyrsta áratug 20.aldar voru þessi  þrjú hús mjög svipuð að gerð og lögun. Húsið var klætt steinblikki á sínum tíma en um 1995 var sú klæðning fjarlægð og húsið klætt láréttum timburborðum; panel. Á norðvesturhorni lóðarinnar stendur steinsteyptur bílskúr frá 1964. Húsið er einbýlishús og hefur verið um áratugaskeið. Þessi mynd er tekin 6.6.2013.

Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri.

Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og

Og hér koma pistlarnir um númer 6 og 7:

VIÐAUKI I: Um Grundargötu 6 fjallaði ég haustið 2011.

Hús dagsins: Grundargata 6; Hjaltalínshús

Grundargötu 6 reisti maður að nafni Jón Jónatansson árið 1903. P8240313 Húsið er stórt einlyft timburhús með portbyggðu risi. Ris er af svokallaðri mansard gerð. Mansardi mætti sjálfsagt best lýsa þannig að risið sé á "tveimur hæðum", efra risið að mæni er aflíðandi en upp frá veggjum er risið bratt. Þannig er brot í risinu. En húsið var ekki svona í upphafi. Vitað er að árin 1915 og 1920 byggði þáverandi eigandi, Ólafur Ágústsson tvisvar við húsið og í millitíðinni 1918 var húsið virt og þá var það einlyft með portbyggðu risi og viðbyggingu sem hýsti verkstæði. (sbr. Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson 1995) Árið 1920 er talið að húsið hafi fengið það lag sem það hefur nú en mér dettur í hug að þá hafi mansardþakið verið byggt ofaná einlyftu viðbygginguna. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús, sennilega hefur fjöldi íbúða verið breytilegur gegn um tíðina, en síðustu áratugi hefur húsið verið einbýli. Ég hef heyrt húsið kallað Hjaltalínshús, en ekki kann ég söguna á bakvið það viðurnefni.

Ekki eru til lýsingar hvernig húsið leit út upprunalega, en á þessari mynd hjaltalinshus_upprunalegtutlit er ég búinn að teikna líklegt útlit upprunalega hússins gróflega miðað við rislínuna. Er þetta eina myndin hingað til sem ég hef birt hér sem eitthvað hefur verið átt við eða breytt. Annars koma allar myndir á þessa síðu eins og þær koma fyrir úr myndavélinni. Notaði ég ósköp einfalt teikniforrit, Paint (undir Accesories) til verksins. Þegar steinblikkklæðningu var flett af húsinu í ágúst sl. komu nefnilega í ljós útlínur upprunalega hússins, greinileg skálína á gafli og einnig má sjá lítinn glugga undir súð sem hefur verið lokað fyrir. Ég stökk auðvitað til og tók þessa mynd af húsinu. Húsið var fyrir fáum árum farið að láta verulega á sjá en eins og sjá má er húsið í gagngerum endurbótum, bæði að utan. Það stefnir allt í að þetta 108 ára timburhús verði hið stórglæsilegasta eftir endurbætur og verður spennandi að sjá afraksturinn. Þessi mynd er tekin 24.ágúst 2011.

Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri.

VIÐAUKI II Grundargötu 7 tók ég stuttlega fyrir í pistli 13.júlí 2009 um nokkur eldri steinhús... http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/912866/

P4190045 Grundargata 7, hér til hliðar, er reist 1920. Þarna má sjá einstakan stíl, ekki aðeins fyrir steinhús heldur er húsið afar sérstakt að lögun. Er það byggt sem tvær álmur, önnur mun breiðari en hin sem snýr að Gránufélagsgötu ( þaðan sem myndin er tekin ) er lengri en breiddin og stendur út af. Þannig myndar grunnflötur hússins einskonar "L". Á suðurgafli er eldvarnarveggur, sem getur bent til þess að byggja hafi átt við það samskonar hús. Steinhús héldu almennt "timburhúsalaginu" fram yfir 1920 en upp úr 1930 fóru að koma fram sérstakar byggingarstefnur í steinhúsum á borð við t.d. fúnkís. Grundargata 7 er stundum kallað Ólafsfjarðarmúli vegna sérstakrar lögunar. Myndirnar í þessari færslu eru allar teknar 19. apríl 2008.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 607
  • Frá upphafi: 420080

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 457
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband