Hús dagsins: Stöðvarhús Glerárvirkjunar

Af fáum húsum sem ég hef tekið fyrir hér á ég myndir af meðan þau eru í byggingu. Enda eru flest húsin hér á síðunni oftar en ekki margfalt eldri en ég - oft mörgum áratugum eldri en nokkur núlifandi maður!337 En einhverntíma hef ég birt myndir af stöðvarhúsi Glerárvirkjunar sem ég tók á útmánuðum 2005 og lofaði að ég myndi setja inn mynd af því eins og það lítur út nú. En Glerárvirkjun var upprunalega tekin í notkun haustið 1922 og var stíflan yfir Glerárfoss og stöðvarhúsið um eitt ár í byggingu. Yfirmaður byggingarinnar var Svíi að nafni Olof Sandell. Stöðvarhúsið stóð (stendur) um 50m neðar í gilinu og er fallhæðin frá lónsyfirborði og niður í hús um 15metrar. Upprunalega húsið sem byggt var 1922 var einlyft með valmaþaki og. Um aldamótin 2000 höfðu virkjunarmannvirkin staðið ónotuð í áratugi. Rekstri virkjunar var hætt 1960 og var stöðvarhús rifið um 1980, komið í talsverða niðurníðslu. Göngubrú var reist yfir stífluna 1998 og  árin 2003-04 var ráðist í að endurreisa Glerárvirkjun og var það Norðurorka og Verkfræðistofa Norðurlands sem stóðu fyrir því. Stöðvarhúsið P2240003nýja er reist á grunni eldra hússins og líkir að mestu eftir útliti upprunalega hússins. Myndirnar hér eru teknar 18.febrúar 2005-á meðan húsið var í byggingu- og réttum átta árum síðar, 24.febrúar 2013.

Hér eru nánari upplýsingar um Glerárvirkjun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 411
  • Frá upphafi: 420111

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 301
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband