Hús dagsins: Strandgata 25; Alaska

Á þessa lóð var fyrst sett hús árið 1875 og ég segi sett en ekki byggt því það var flutt hingað. P7150020Var það maður að nafni Kristján Sigurðsson sem stóð fyrir því en þar var um að ræða lítið einlyft timburhús. Var hús flutt innan úr Fjöru , nánar tiltekið af Aðalstræti 76 og mun húsið hafa verið dregið á ís yfir Pollinn! En upprunalega húsið var byggt 1857 og í því húsi fæddist skáldið og Vesturfarinn Kristján Níels Jónsson eða Káinn 7.apríl 1860. En í húsinu var rekin greiðasala og síðar verslun sem kölluð var Alaska. Það nafn fluttist svo yfir á núverandi hús.

En húsið sem nú stendur við Strandgötu 25 reisti Sigvaldi Þorsteinsson árið 1914. Það var í upphafi einlyft steinsteypuhús með lágu risi á lágum grunni en nokkuð breitt miðað við lengd. Húsið hefur tekið miklum breytingum frá upphaflegri gerð. Árið 1931 var húsið hækkað um eina hæð og fékk þá það lag sem það nú hefur og byggt var við norðurhlið hússins 1940 og 1961 var byggt við húsið til vesturs. Nú er húsið tvílyft með flötu þaki og með stórum og miklum gluggum á efri hæð en búðargluggar eru á jarðhæð enda hefur húsið verið verslunarhús frá upphafi.Kaupfélag Eyfirðinga var lengi vel með verslunarrekstur þarna en auk þess hafa mörg starfsemi verið í húsinu á þessari tæpu öld frá því húsið reis. Um tíma var neðri hæðin tvískipt og á síðustu árum 20.aldar og fram til 2002 var afgreiðsla DV í austurhlutanum. Mín fyrsta atvinna var einmitt að bera út DV í Miðbænum og á Eyrinni og var ég í því 1998-2003 og þá var afgreiðsla DV hér. Eins og gefur að skilja fór sú vinna ekki fram í þessu húsi en þarna fór maður um mánaðamótin og sótti kvittanaheftin og fór að rukka og skilaði af sér og fékk útborgað- beint í vasann í seðlum! Þetta innheimtu- og greiðsluform lagðist af á mínum tíma þarna- að mig minnir áramótin 2001-2. En nú er starfrækt í húsinu hljóðfæraverslunin Tónastöðin á allri neðri hæð og búið á efri hæð en þar er ein íbúð. Þessi mynd er tekin 15.júlí 2013.

Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri.

Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og  Örlygur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 171
  • Sl. sólarhring: 205
  • Sl. viku: 780
  • Frá upphafi: 419871

Annað

  • Innlit í dag: 129
  • Innlit sl. viku: 617
  • Gestir í dag: 126
  • IP-tölur í dag: 123

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband