Hús dagsins: Strandgata 37

Fyrsta aðalskipulag Akureyrar sem samþykkt var árið 1927 gerði ráð fyrir svokölluðum randbyggingum á Oddeyrinni.P7150022 Átti þá að rísa hér hverfi raðhúsa eða blokka sk. randbygginga og ef rýnt er í skipulagsuppdráttinn gæti maður ímyndað sér, að ef þessu hefði orðið liti þessi hluti Oddeyrar út ekki ósvipað og -Vallagöturnar í Vesturbæ Reykjavíkur (Hofsvallagata, Ásvallagata og Brávallagata o.fl.) Ekki svo að skilja að það sé þó neitt slæmt eða leiðum að líkjast; Vesturbær Reykjavíkur þykir mér einstaklega smekklegt og geðþekkt hverfi. Það neikvæða við skipulagið nýja var hins vegar að gert var ráð fyrir að mörg gömlu timburhúsanna við t.d.Lundargötu og Norðurgötu að víkja fyrir þessum byggingum. En það fór nú svo að aðeins risu þrjú hús eftir þessu skipulagi  sem standa sem minnisvarðar um stórhuga Aðalskipulagið frá 1927. Hvers vegna þessu skipulagi var ekki fylgt meira eftir en þetta hef ég ekki séð neitt um en freistandi er að álykta sem svo að Kreppan mikla sem skall á með fullum þunga hér á landi nokkrum árum seinna hafi haft eitthvað með það gera. En þessi þrjú hús eru Gránufélagsgata 39-41 og 43 og húsið hér á myndinni, Strandgata 37. 

Strandgötu 37 reisti Stefán Sigurðsson árið 1931 eftir að upprunalega hús lóðarinnar, timburhús frá 1899 hafði brunnið. Húsið , steinsteypuhús, var aðeins ein hæð fyrst um sinn en efri hæðirnar voru byggðar á það 1946-1950 og þá hafði húsið fengið það lag sem það nú hefur. Húsið er fjögurra hæða steinsteypuhús með lágu risi en á bakhlið er risið brattara og kvistir og svalir. Tvílyft bygging er bakatil á húsinu og gegnum húsið liggja undirgöng, þaðan sem gengið er inná stigagang. Neðsta hæð hússins hefur alla tíð verið verslanarými, lengi vel var Brauðgerð Kristjáns Jónssonar þarna en hann eignaðist húsið á 5.áratug síðustu aldar. Nú er jarðhæðin tvískipt þar eru hárgreiðslustofa og skrifstofurými en í bakhúsi er einnig samkomusalur og skrifstofur Sálarrannsóknarfélagsins. Þrjár íbúðir eru í húsinu, ein á hverri hæð. Húsið er í góðri hirðu og lítur býsna vel út en er óneitanlega nokkuð frábrugðið næstu húsum að stærð og gerð. Þessi mynd er tekin 15.júlí 2013.

Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri.

Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 13
  • Sl. sólarhring: 88
  • Sl. viku: 430
  • Frá upphafi: 417799

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 241
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband