Hús dagsins: Strandgata 39

Á Strandgötu 39 var fyrst byggt árið 1894 og þar var að verki maður að nafni Árni Pétursson. P7100029Ekki varð það hús sérlega langlíft, því það brann til kaldra kola árið 1907. Núverandi hús var byggt sama ár af Kristínu Árnadóttur. Það er háreist, tvílyft timburhús með lágu risi og á háum kjallara. Á bakhlið er bakbygging eða stigahús og á vesturhlið stendur steinsteyptur skúr sem þjónar einnig sem inngöngupallur og tengir hann húsið við Strandgötu 37. Af pallinum var fyrir um tveimur áratugum byggðar tröppur og inngöngupallur uppá efri hæð hússins, en fram að því hefur forstofa efri hæðar væntanlega verið sameiginleg með þeirri neðri. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús eftir því sem ég best veit en í kjallara hefur verið iðnaðar- eða verslunarrými. Húsið er nokkuð stórt að grunnfleti miðað við það sem gekk og gerðist á þeim tíma sem það var byggt og vel gæti ég trúað í því hafi verið nokkrar íbúðir e.t.v. tvær á hvorri hæð. Í Akureyrarbók Steindórs Steindórssonar segir að kviknað hafi í húsinu fimm sinnum! En húsið stendur enn og í góðu standi og næsta lítið breytt frá upphafi a.m.k. að ytra byrði. Það er allt bárujárnsklætt og þverpóstar eru í gluggum. Líkt og raunar mörg húsin við Strandgötuna var húsið orðið frekar hrörlegt um 1990 en hlaut yfirhalningu um það leyti. Þessi mynd er tekin skömmu eftir miðnætti 10.júlí 2013.

Í þessu myndasafni má m.a. sjá myndir af einu þeirra skipta sem kviknaði í Strandgötu 39. Ártal er ekki gefið upp- en mig grunar að þetta sé nálægt 1965-70... http://www.slokkvilid.is/is/eldvarnareftirlit/myndir/eldri-myndir

Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri.

Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0685
  • IMG_0776
  • P5150358
  • IMG_0082
  • IMG_0081

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 198
  • Sl. viku: 544
  • Frá upphafi: 419486

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 444
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband