Hús dagsins: Strandgata 45.

Þrenningin númer 41-45 við Strandgötu milli Hríseyjargötu og Hjalteyrargötu er dálítið skemmtileg, en þar er um ræða þrjú hús sem öll hafa líka svipgerð, einlyft með háu risi og stórum miðjukvistum en af mismunandi stærð og standa í stærðarröð. P7100033Strandgata 45 er steinsteypt, byggð árið 1914 og er eitt fyrsta stóra steinsteypuhús á Oddeyrinni og raunar á Akureyri. Húsið er einlyft á háum kjallara, raunar svo háum að jafnvel mætti tala um að húsíð sé tvílyft. Ris er hátt og portbyggt og má segja að ris sé tvílyft því manngengt loft er yfir rishæð. Miðjukvistur er á húsinu og gengur hann í gegn um ris og sitt hvoru megin við hann bakatil eru tvær útbyggingar. Timburgólf eru á milli hæða en steypt milliloft og gólf voru algjör undantekning í steinhúsagerð þess tíma- fram á 4. áratuginn voru yfirleitt voru alltaf timburloft milli hæða í steinhúsum. Þessa fullyrðingu byggi ég reyndar á því eingöngu að ég hef nokkrum sinnum komið inn í þetta hús og man ég ekki til þess að það brakaði í gólfum- sem er einmitt einkenni timburmillilofta. Húsið er með fyrstu steinsteypuhúsum á Akureyri og hefur þetta "timburhúsalag" en fyrstu steinhúsin voru yfirleitt svipuð að gerð og timburhúsin höfðu verið. Það var svo á árunum uppúr 1920 sem menn fóru að prófa sig áfram með sérstaka byggingarstíla í steinsteypunni. En þetta hús, sem var mikið stórvirki fyrir 99 árum og er enn eitt stærsta hús við Strandgötuna reistu þeir bræður Einar Einarsson og Friðrik Einarsson. Friðrik hafði nokkrum árum áður lokið námi í beykisiðn og mun hafa stýrt og verið helsti hugmyndasmiður við byggingu hússins, sem var sem fyrr segir, eitt fyrsta stóra steinsteypuhús bæjarins. Þeir bræður, sem voru frá Djúpavogi, stunduðu saman mótorbátaútgerð.

Þann 6.júní 1915 var Íþróttafélagið Þór stofnað í þessu húsi af nokkrum ungum mönnum. Áttu þeir athvarf þarna hjá eiginkonu Einars, frú Guðbjörgu Sigurðardóttur sem kölluð var "móðir Þórs"- ekki amalegur titill það! En flestir tengja Þór auðvitað við Glerárþorp eða Þorpið enda hafa höfuðstöðvar Þórs verið þar um áratugaskeið. En gegn um tíðina hafa Þórsarar verið áberandi á Eyrinni og hefur það verið mín tilfinning að þar sé tiltölulega jafnt hlutfall Þórsara og KA-manna en höfuðvígi þeirrar síðarnefndu er auðvitað Brekkan og Innbærinn. Húsið hefur líkast til verið parhús frá upphafi og nú eru fjórar íbúðir í húsinu, tvær í hvorum hluta á hæð og í risi og tvær í sínum helmingi kjallara.   Húsið stendur fyrir sínu í þessari glæsilegu húsaröð við Strandgötuna og ber þessi tæpu 100 ár þó nokkuð vel, hefur sjálfsagt alla tíð verið vel við haldið og er í frábæru standi. Þessi mynd er tekin 10.7.2013.

Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri.

Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 157
  • Sl. viku: 741
  • Frá upphafi: 419877

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 586
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband