Hús dagsins: Hafnarstræti 29

Síðustu vikurnar hef ég tekið fyrir húsaröðina í Strandgötu milli Norðurgötu og Hjalteyrargötu en hana tók ég í einni umfjöllun fyrir rúmum fjórum árum síðar og afgreiddi hvert hús í einum, tveimur setningum.P9100031 Mér fannst ekki hægt annað en að taka hvert hús fyrir sig. Og fyrst ég afgreiddi aðra stórmerka húsaröð, Hafnarstræti 29-41 á sama hátt er eiginlega ekki annað hægt en að taka hana fyrir á sama hátt, þannig að næstu færslur verða um þennan hluta Hafnarstrætis. En Hafnarstræti 29 er syðst í torfu sviplíkra timburhúsa frá fyrsta áratug tuttugustu aldar. Þetta eru tvílyft timburhús með lágu risi á kjöllurum en Hafnarstræti 29 er háreistari og stærri að grunnfleti en næstu hús.

Húsið er reist árið 1907 af Guðlaugi Pálsson en hann hafði keypt lóðina af þeim Jónasi Gunnarssyni og Sigtryggi Jóhannessyni en þeir höfðu eignast mikla landlengju árið 1904 sem urðu lóðirnar 29-41 við Hafnarstræti og koma þeir tveir mikið við sögu í næstu færslu. Húsið er tvílyft timburhús með lágu risi og á háum steyptum kjallara, raunar svo háum að vel er hægt að tala um að húsið sé þrílyft. Inngönguskúrar og stigabygging eru á göflum og bakhlið og suðursvalir á efri hæð. En Guðlaugur átti húsið ekki lengi og 1908 eru nokkrir eigendur að húsinu en "forsvarsmaður" þeirra var Einar Árnason. 1917 eignast Stefán Sigurðsson og 1940 virðist því skipt í nokkra eignarhluta og mest urðu fjórar íbúðir í húsinu. Alla tíð var verslunarrými í kjallaranum en þar var innréttuð íbúð að mig minnir rétt fyrir árið 2000. Ég man eftir Saumastofunni Þel í þessu húsi en þarna hefur verið ýmis önnur verslun og starfsemi. Húsið er ekki mikið breytt frá upphafi a.m.k. að utan. Það var farið að láta nokkuð á sjá fyrir um áratug síðan en hefur verið málað og skipt um þak og er nú í góðri hirðu. Gluggapóstar eru mismunandi eftir hæðum, krosspóstar á neðri hæð og þverpóstar á efri og breiðir tvískiptir þverpóstar í kjallara. Þrjár íbúðir eru í húsinu, hvor á sinni hæð auk einnar í kjallara. Þessi mynd er tekin 10.september sl.

Heimildir: Hjörleifur Stefánsson (1986) Akureyri: Fjaran og Innbærinn byggingarsaga. Reykjavík: Torfusamtökin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 80
  • Sl. sólarhring: 200
  • Sl. viku: 689
  • Frá upphafi: 419780

Annað

  • Innlit í dag: 62
  • Innlit sl. viku: 550
  • Gestir í dag: 61
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband