Hús dagsins: Hafnarstræti 41

Nyrsta húsið í langri röð sviplíkra tvílyftra timburhúsa með lágu risi við Hafnarstræti er hús númer 41.P9100037 Það er jafnframt það elsta en það er reist árið 1903 af Hallgrími Einarssyni ljósmyndara en mér þykir freistandi að áætla að timburmeistararnir Jónas Gunnarsson og Sigtryggur Jóhannesson hafi komið þar nærri, en þeir munu hafa reist alla röðina 33-39. Ári seinna kaupa þeir svo allar lóðirnar og byggja næstu hús að lóð númer 31, en fyrir henni lá að standa óbyggð í tæpa öld eftir að byggt hafði verið sitt hvoru megin við hana. En Hallgrímur var einn af fyrstu atvinnuljósmyndurunum á Akureyri og ef skoðaðar eru rúmlega gamlar myndir frá Akureyri þá eru góðar líkur á að þær séu eftir Hallgrím. Í húsinu hafði hann ljósmyndastofu eða atelíer, sem var á efri hæð en skrifstofa og verslun var í kjallara en líkast til hefur neðri hæð verið íbúð. Hallgrímur lést 1948 og stundaði ljósmyndaiðn í húsinu allt til dauðadags en synir hans Jónas og Kristján tóku við rekstrinum eftir hans dag en árin 1965-70 skiptist húsið milli nýrra eiganda í þrjá eignarhluta. Þegar Akureyri: Fjaran og Innbærinn byggingarsaga er skrifuð, 1986, á Hallgrímur Guðmundsson, afkomandi Hallgríms Einarssonar allt húsið en ekki er mér kunnugt um eigendasöguna síðan þá. Allavega virðist vera að í húsinu séu tvær íbúðir og geymslurými í kjallara og er húsið í frábæru standi og hefur líkast alla tíð fengið gott viðhald og fékk ágæta andlitslyftingu fyrir einhverjum árum síðan. Það sem helst gefur húsinu svip eru svalir á framhlið sem skreyttar eru útskurði og er þetta dálítið í ætt við Sveitserstílinn norska. Þessi mynd er tekin 10.sept. sl.

Heimildir: Hjörleifur Stefánsson (1986) Akureyri: Fjaran og Innbærinn byggingarsaga. Reykjavík: Torfusamtökin.

Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 407
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 297
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband