Hús dagsins: Hafnarstræti 45

Hafnarstræti 45 reistu þeir Karl Ásgeirsson og Jón Þorvaldsson árið 1923.P9100036 Húsið er tvílyft steinsteypuhús á háum kjallara og með lágu valmaþaki. Á þessum tíma var algengast að steinhús væru með timburhúsalagi þ.e. annað hvort með háu risi eða tvílyft með lágu (líkt og t.d. húsaröðin á undan) og alltént áberandi lengri en þau voru breið. Hafnarstræti 45 er hinsvegar nærri ferningslögun og með valmaþaki og minnir að því leyti á funkisstíl og byggingarlag sem varð algengt nærri miðri 20.öld. Svipuð hús frá sama tíma eru t.d. Litli-Garður,  og Brekkugata 31. Það fylgir ekki sögunni hver teiknaði húsið en mér þykir freistandi að giska á annaðhvort Tryggva Jónatansson eða Halldór Halldórsson. Hússins er ekki getið í ævisögu Sveinbjarnar Jónssonar en þar er jafnframt tekið fram að ekki séu öll kurl komin til grafar og ekki hafi tekist að hafa uppi á öllum húsateikningum hans. Ég gæti nefnilega alveg trúað að húsið sé verk Sveinbjarnar. Húsið er næsta lítið breytt frá upprunalegri gerð að ytra byrði en þó virðast upprunalega hafa verið krosspóstar í gluggum (byggi þetta á mynd frá 1938-40 en hún er á bls. 53 í Steindóri:1993 og sýnir m.a. þetta hús)   og áfastur steyptur garðveggur við suðurhlið er seinni tíma bygging. Húsið er líkt og flest hús í nágrenninu í frábærri hirðu sem og allt nærumhverfi þess. Nýlega hafa verið byggðar voldugar timbursvalir út af annarri hæð bakatil, þ.e. vestan megin. Í því eru þrjár íbúðir hvor á sinni hæð auk einnar í kjallara. Kjallaraíbúð hefur verið innréttuð eftir 1986 en í bók Hjörleifs síðan þá um Innbæinn er aðeins minnst á íbúðir á hæðunum tveimur. Þessi mynd er tekin 10.sept. 2013.

Heimildir: Friðrik G. Olgeirsson, Halldór Reynisson og Magnús Guðmundsson. 1996. Byggingameistari í stein og stál; saga Sveinbjarnar Jónssonar í Ofnasmiðjunni 1896-1982. Reykjavík: Fjölvi

Hjörleifur Stefánsson (1986) Akureyri: Fjaran og Innbærinn byggingarsaga. Reykjavík: Torfusamtökin.

Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 423
  • Frá upphafi: 417792

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 236
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband