Hús dagsins: Hafnarstræti 47; Bakkahöllin

 P9100038Hafnarstræti 47 reistu þrír bræður þeir Haukur, Jón og Örn Péturssynir árið 1946. Húsið er þrílyft steinsteypuhús með háu risi en vegna þess hve húsið er breitt það ekki mjög bratt og virkar þ.a.l. frekar lágt. Veggir eru klæddir kvarsmúrblöndu, sem í daglegu tali er kallað skeljasandur og gluggar eru breiðir með einföldum póstum og er bárujárn á þaki. Bogadregið útskot er sunnarlega á framhlið 2. og 3.hæðar. Það er ekki mikil umfjöllun um Hafnarstræti 47 í Innbæjarbók Hjörleifs, enda húsið svosem ekki gamalt á mælikvarða húsasögunnar. Á þessu ári telst húsið "löggiltur ellilífeyrisþegi" sem fyrir hús í Innbænum telst ekki hár aldur þar sem stór hluti bygginga er komin vel á annað hundraðið í aldursárum. En þar kemur allavega fram að húsið er 1570 rúmmetrar að stærð. Á risinu eru tveir flatir kvistir hvor á sinni hlið en mér er ekki ljóst hvort þeir séu seinni tíma viðbót eða hafi verið á húsinu frá upphafi. Á bakhlið eru svalir á kvistinum en svalir eru bakatil á húsinu á öllum hæðum utan jarðhæð sem er niðurgrafin á brekkuhlið. Húsið hefur löngum verið kallað Bakkahöllin og hélt ég lengst af að það kæmi til af því að þegar það var reist stóð það vissulega á sjávarbakkanum og var talsvert stórt og háreist miðað við næstu hús- hálfgerð höll. En í einhverri sögugöngunni um Innbænum heyrði ég að þetta viðurnefni hússins kæmi til af því að þeir bræður sem reistu það voru frá Bakka (fylgdi ekki sögunni hvar á landinu sá Bakki væri, en þeir eru jú nokkrir Bakkabæirnir). Í húsinu eru fjórar íbúðir og hafa verið síðustu áratugi en mér dettur í hug að upprunalega hafi bræðurnir innréttað hver sína íbúð á sinni hæð en íbúð í risi komið seinna. Þrír sambyggðir bílskúrar eru við húsið norðanmegin. Húsið er traustlegt og stæðilegt og í góðri hirðu sem og umhverfi hússins sem er býsna skemmtilegt. Þessi mynd af Bakkahöllinni er tekin 10.september 2013.

Heimildir: Hjörleifur Stefánsson (1986) Akureyri: Fjaran og Innbærinn byggingarsaga. Reykjavík: Torfusamtökin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 625
  • Frá upphafi: 420098

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 473
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband