Hús dagsins: Norðurgata 19

Síðustu vikur hef ég verið staddur á Eyrinni í umfjölluninni og nú færi ég mig í Norðurgötuna nánar tiltekið að Norðurgötu 19. Húsið, sem stendur á horni götunnar og Eiðsvallagötu, byggði Árni Þorgrímsson árið 1920. Það er steinsteypt og var upprunalega aðeins ein hæð með lágu risi en 1931 var það hækkað um eina hæð til og hátt ris og líklega hefur stigabygging fylgt þeim framkvæmdum. Fékk húsið þá það lag sem það nú hefur en það er tvílyft steinsteypuhús með háu risi og inngönguskúr eða stigabyggingu á norðvesturhorni. Á suðurhlið hefur einnig verið byggður forstofuskúr fyrir neðri hæð en það er tiltölulega nýleg smíð (15-20 ára). Krosspóstar eru á efri hæðum en þverpóstar og einfaldir á neðri hæð. Teikningarnar að þessu endanlega útliti hússins frá 1931 voru eftir Halldór Halldórsson en hann hef ég sagt vera einn af "stóru nöfnunum" í byggingasögu Akureyrar, hann teiknaði m.a. fyrsta skipulagða fjölbýlishúsið og einnig fyrsta raðhúsið sem reis í bænum. Húsið er nú lítið breytt að utan, í húsinu eru tvær íbúðir hvor á sinni hæð. Lengi vel var mjög svo verkleg ösp á lóðinni sunnan við húsið en hún hefur nú verið fjarlægð og fyrir vikið sést húsið betur í götumyndinni. Húsinu er vel við haldið og vel útlítandi, látlaust og einfalt að gerð. Þessi mynd er tekin 2.des 2013.

Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 29
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 633
  • Frá upphafi: 420106

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 479
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband