Hús dagsins: Norðurgata 10

Norðurgata 10 og 12 eru ekki ýkja ósvipuð hús en þau eru jafn gömul , byggð 1926. PC020052Líkt og númer 12 er Norðurgata 10 tvílyft steinsteypuhús með háu risi og miðjukvisti á suðurhlið, en húsið snýr stafni að götu. Þverpóstar eru í flestum gluggum en sexskiptur krosspóstur í kvistglugga á suðurhlið. Húsið reistu þeir Magnús Halldórsson og Jón Sigurðsson og líkast til hefur húsið þannig verið tveir eignarhlutar í upphafi. Á norðurhlið rissins er mikill  kvistur með aflíðandi skúrþaki sem nær eftir mest allri þekjunni, (einhvern tíma heyrði ég að slíkir kvistir væru kallaðir "Hafnarfjarðarkvistir") en hann var byggður árið 1960. Þá þykir mér ekki ólíklegt að núverandi íbúð hafi verið innréttuð í risi. Nú eru í húsinu fjórar íbúðir, þ.e. ein á neðri hæð, tvær á þeirri efri og ein í risinu. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús og sjálfsagt hefur húsið skipt mörgum sinnum um eigendur og leigjendur. Húsið er í góðu standi og lítur vel út það hefur einhvern tíma verið einangrað og klætt upp á nýtt. Þá er lóðin mjög smekkleg, vel gróin og nokkur mikil reynitré í garðinum sem áreiðanlega eru orðin áratuga gömul. Þetta er eitt af þeim húsum sem nánast ógerningur er að ná á mynd yfir sumartímann vegna laufskrúðs, en þessi mynd er tekin 2.12.2013.

Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 419
  • Frá upphafi: 420119

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 308
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband