Hús dagsins: Norðurgata 12.

Norðurgatan eða sá hluti hennar sem afmarkast af Strandgötunni í suðri og Eiðsvallagötu í norðri er umfjöllunarefnið þessar vikurnar. PC020054Ég hef nú þegar afgreitt oddatöluröðina eins og hún leggur sig auk 2-6 en nú færi ég mig yfir götuna og tek fyrir 8-12. Norðurgötu 16 fjallaði ég um fyrir tæpum þremur árum . Nú vill svo til að það er engin Norðurgata 14 og hefur sennilegast aldrei verið. Hvers vegna veit ég ekki, hitt má auðvitað nefna að við götuna finnast ekki heldur sléttutölunúmerin frá 18-24!

 En næst neðan við N16 er Norðurgata 12. Húsið reisti maður að nafni Friðgeir Vilhjálmsson árið 1926. Húsið er tvílyft steinsteypuhús með háu og bröttu risi og nokkuð dæmigert fyrir steinhús frá þessum tíma. Mikið var byggt af steinhúsum á Eyrinni árið 1926 m.a. öll röðin hérna megin Norðurgötunnar milli Gránufélagsgötu og Eiðsvallagötu. Húsið snýr stafni að götu en á suðurhlið þess er kvistur sem mun reistur tveimur árum eftir byggingu hússins þ.e. 1928 og fékk húsið þá það lag sem það hefur síðan. Krosspóstar eru í gluggum utan á miðhæð þar sem eru þverpóstar. Á norðausturhorni lóðarinnar stendur tvílyftur bárujárnsklæddur bílskúr með skúrþaki, sennilega umtalsvert yngri en húsið enda bílar ekki almenningseign þegar húsið var byggt. Hins vegar gæti hann upprunalega hafa verið gripahús en fram á miðja 20.öld var ekki óalgengt að Oddeyringar ættu kýr. Þeim var beitt uppá brekku og strákar fengnir til að reka þær upp Oddeyrargötuna sem kallaðist í daglegu tali Kúagata. Að reka kýrnar var mikil virðingarstaða og skilst mér að þessir drengir hafi fengið starfsheitið "kúarektorar" En þetta var eilítill útúrdúr. Húsinu er nú skipt í þrjár íbúðir, ein íbúð á hverri hæð og hefur sú skipting verið lengi. Sem áður segir er húsið lítið breytt frá fyrstu gerð og það er í góðu ásigkomulagi og lítur vel út. Þessi mynd er tekin 2.desember 2013.

Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 145
  • Sl. sólarhring: 202
  • Sl. viku: 754
  • Frá upphafi: 419845

Annað

  • Innlit í dag: 109
  • Innlit sl. viku: 597
  • Gestir í dag: 107
  • IP-tölur í dag: 105

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband