Hús dagsins: Hólabraut 13; Zíon.

Næstu vikur mun ég taka fyrir hús í Miðbænum og færa mig upp Gilið.P1180068 Fer ég þá frá norðri til suðurs að Gilinu, hugsanlega með einhverjum undantekningum og byrja hér á horni Hólabrautar og Gránufélagsgötu/Oddeyrargötu en síðarnefnda gatan er í beinu framhaldi þeirrar fyrrnefndu. Oddeyrargatan sveigir uppfrá Gránufélagsgötunni og klífur Brekkuna til suðvesturs. Á þeim stað stendur þetta hús, Hólabraut 13. Húsið er byggt árið 1933 af Kristniboðsfélagi Kvenna, en ekki er mér kunnugt um byggingarmeistara eða teiknara. Ég er hreinlega ekki klár á því hvort húsið steinsteypuhús eða forskalað (múrhúðað) timburhús. Húsið er einlyft á háum kjallara og með portbyggðu risi en aðeins er milliloft á litlum hluta rishæðar, vestan megin. Stór hluti hæðarinnar er nefnilega salur sem nær alveg upp í rjáfur. Það eru þverpóstar í flestum gluggum og í kjallara eru síðir verslunargluggar. Áratugum saman eða fram yfir 1990 var húsið notað til samkomuhalds KFUM og KFUK og einhvern tíma hlaut húsið viðurnefnið Zíon, vísun til kristilegrar starfsemi. Í kjallara hússins hefur síðustu árin verið verslunarstarfsemi, m.a. vídeóleiga og síðustu sjö árin  skrautmunaverslunin Bakgarðurinn. Eftir að KFUM og K seldu húsið hefur hæðin verið m.a. sýningarsalur og nýttur til ýmiss samkomuhalds auk þess sem Framsóknarflokkurinn hafði þarna lengi kosningaskrifstofu og enn er Framsóknarmerkið á húsinu. Þessi mynd er tekin laugardaginn 18.janúar 2014.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 412
  • Frá upphafi: 420112

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 302
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband