Hús dagsins: Aðalstræti 22

Aðalstræti 22 byggði kona að nafni Anna Erlendsdóttir árið 1898.P6190004 Húsið er tvílyft timburhús með lágu risi og stendur á steyptum eða steinhlöðnum sökkli. Á bakvið, sambyggt húsinu er einlyft bygging með háu risi og á norðurhlið er tvílyft steinsteypt bygging, inngönguskúr, með skúrþaki. Húsið er klætt steinblikki og krosspóstar eru í gluggum að framanverðu en alls konar gluggasetning í bakhúsi.  Alfreð Jónsson kaupmaður og Bára Sigurjónsdóttir kona hans eignuðust efri hæð 1926. Alfreð reisti þá steinsteypt bakhús, gripahús með heylofti enn því hefur fyrir löngu verið breytt í íbúðarrými. Ég gæti trúað því að núverandi klæðning hafi komið á húsið um svipað leiti og byggt var við það. Alfreð og Báru áttu allt húsið frá 1950 og átti hún það allt til ársins 1980- en hann var þá látinn. Þannig var húsið í eigu sömu hjóna að hluta eða í heild drjúgan part 20. aldar. Húsið virðist í góðu ásigkomulagi og lítur vel út. Nú eru í húsinu að ég held tvær íbúðir, hvor á sinni hæð og hefur verið svo áratugum saman.  Þessi mynd er tekin 19.júní 2014.

 Heimildir: Hjörleifur Stefánsson (1986) Akureyri: Fjaran og Innbærinn byggingarsaga. Reykjavík: Torfusamtökin.

Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0685
  • IMG_0776
  • P5150358
  • IMG_0082
  • IMG_0081

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 77
  • Sl. sólarhring: 261
  • Sl. viku: 608
  • Frá upphafi: 419550

Annað

  • Innlit í dag: 74
  • Innlit sl. viku: 505
  • Gestir í dag: 73
  • IP-tölur í dag: 73

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband