Hús dagsins: Lækjargata 11a

Í síðustu færslu fjallaði ég um húsið á Lækjargötu 11 en á þessari mynd má sjá bakhús sem stendur á þeirri lóð en það er Lækjargata 11a. 

P9140031

Það er ekki gott að slá því föstu hvert byggingarár hússins er, en það er reist uppúr smiðju sem Sigurður Pétursson reisti árið 1884. Það ár fékk hann vítur frá Byggingarnefnd fyrir það að hafa byggt í óleyfi á lóð sinni, og mun þar um að ræða smiðjuna sem nú er kjarninn í þessu húsi. Á vef Landupplýsingakerfis Akureyrarkaupstaðar er gefið upp að byggingarár hússins sé 1907. Lækjargata 11a er tvílyft steinsteypuhús á lágum grunni með aflíðandi skúrþaki með smáum og einföldum gluggum. Það er bárujárnsklætt. Þá er á húsinu lítil bakálma, einlyft með skúrþaki og hugsanlega er þar um að ræða elsta hluta hússins- án þess að ég þori nokkuð að fullyrða um það. Húsið hefur um áratugaskeið verið íbúðarhús með einni íbúð en var sem áður segir smiðja í upphafi. Húsið er  nokkuð sérstakt í útliti og stendur auk þess á sérlega skemmtilegum stað í brekkufæti undir suðurbrún Búðargils. Það er hins vegar hvorki áberandi né ráðandi í umhverfi heldur lítið og látlaust og stendur í skjóli reynitrés. Lækjargata 11a virðist í mjög góðu standi, en klæðning og þakkantar og gluggar eru tiltölulega nýlegir (15-20ára). Þessi mynd er tekin sunnudaginn 14.sept. 2014. 

 Heimildir: Hjörleifur Stefánsson (1986) Akureyri: Fjaran og Innbærinn byggingarsaga. Reykjavík: Torfusamtökin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 58
  • Sl. sólarhring: 79
  • Sl. viku: 534
  • Frá upphafi: 417755

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 340
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband