Hús dagsins: Eiðsvallagata 1

Í síðustu færslu tók ég fyrir Eiðsvallagötu 30 en mynd af því húsi tók ég fyrir hartnær tveimur árum, það er snemma í janúar 2013. Ætlunin þá var að taka það hús fyrir fljótlega en það dróst. Nú hef ég hins vegar ljósmyndað húsin við Eiðsvallagötu og ætla mér að taka götuna alla fyrir á næstu vikum. Uppröðun húsanna við Eiðsvallagötuna er eilítið sérstök, líkt og stundum er með eldri göturnar á Oddeyrinni. PA310017Efsta hús við Eiðsvallagötu norðan megin er hús númer eitt, en það stendur nokkrum tugum metra neðan við það efsta hús sunnan við, það er númer fjögur. Hér mun ég taka þann pól í hæðina að taka húsin fyrir í númeraröð. Eiðsvallagata 1 stendur beint á móti 18 á horni götunnar og Norðurgötu, en ástæðan fyrir þessu er líkast til Eiðsvöllurinn, sá iðagræni sælureitur Eyrarinnar. Hann stendur efst við Eiðsvallagötuna og afmarkast af henni í suðri, Glerárgötu í vestri, Grænugötu í norðri og Norðurgötu í austri. Neðri hluti vallarins er afgirtur leikvöllur en efri hlutinn er grænt svæði.

Elstu húsin við Eiðsvallagötuna voru reist árið 1930 og í hópi þeirra er Eiðsvallagata 1. Húsið reisti Þórður Jóhannsson húsgagnasmiður árið 1930 eftir teikningum Sveinbjarnar Jónssonar. Eiðsvallagata 1 er tvílyft steinsteypuhús með háu og bröttu risi og miðjukvisti á götuhlið. Á bakhlið er stór kvistur með skúrþaki sem er seinni tíma viðbót en ekki finnast teikningar af honum. Sennilega hefur hann verið byggður þegar ris var innréttað sem íbúð. Á austurhlið hússins eru steyptar svalir og hafa þær líkast til verið frá upphafi. Alltént eru svalir á teikningum Sveinbjarnar. Ekki er ósennilegt að fyrsti eigandi hússins hafi stundað iðn sína á fyrstu hæð hússins og önnur hæðin verið íbúðarhæð og rishæðin geymslurými. Nú eru hins vegar þrjár íbúðir í húsinu, ein á hverri hæð. Húsið lítur vel út og er í góðri hirðu og á lóð. Myndin er tekin  31.október 2014.

Heimildir: Friðrik G. Olgeirsson, Halldór Reynisson og Magnús Guðmundsson (1996).Byggingameistari í stein og stál; Saga Sveinbjarnar Jónssonar í Ofnasmiðjunni 1896-1982.Reykjavík: Fjölvi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 116
  • Sl. sólarhring: 187
  • Sl. viku: 725
  • Frá upphafi: 419816

Annað

  • Innlit í dag: 94
  • Innlit sl. viku: 582
  • Gestir í dag: 92
  • IP-tölur í dag: 90

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband