Hús dagsins: Eiðsvallagata 13

 Húsið reistu Stefán Snæbjörnsson kaupmaður og faðir hans Snærbjörn Magnússon, árið 1943.Járnateikningar að húsinu eru undirritaðar af H. Halldórssyni og þori ég nánPA310008ast að fullyrða að þar sé um að ræða Halldór Halldórsson byggingarfulltrúa en hann teiknaði mörg hús hér í bæ á þessu árabili. Hér er um að ræða tvílyft steinsteypuhús á lágum grunni og með valmaþaki. Gluggar eru h.u.b. ferningslaga með einföldum lóðréttum póstum (það er e.t.v. álitamál hvort hægt sé að tala um gluggapósta í slíkum tilvikum en ég ætla að gera það hér). Húsið er byggt sem tvíbýlishús og hefur verið það nær alla tíð en upprunalega var ætlunin að hafa þrjár íbúðir; tvær íbúðir á efri hæð . Um 1986 var byggður sólskáli úr gleri á vesturhlið hússins en á myndinni er horft á húsið frá suðri, þ.e. af Eiðsvallagötu. Að öðru leiti er húsið að mestu óbreytt frá upprunalegri gerð enda er það svo með mörg hús frá þessum tíma að þau voru rúmgóð og vel skipulögð frá upphafi. Því hefur ekki endilega verið sama þörf á viðbyggingum líkt og gekk og gerðist með eldri hús. Húsið lítur vel út, á því er nýleg klæðning og nýir póstar. Tvær íbúðir eru í húsinu. Á lóðinni stendur einnig bílskúr sem reistur var um 1968. Myndin er tekin 31.okt. 2014.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 116
  • Sl. sólarhring: 188
  • Sl. viku: 725
  • Frá upphafi: 419816

Annað

  • Innlit í dag: 94
  • Innlit sl. viku: 582
  • Gestir í dag: 92
  • IP-tölur í dag: 90

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband