Hús dagsins: Eiðsvallagata 32

Eiðsvallagötu 32 reisti Guðmundur Magnússon árið 1949 eftir eigin teikningum.PA310007 Þær voru gerðar í mars 1948 og af þeim að dæma má áætla að upprunalega hafi húsið átt að standa við Hríseyjargötu. Alltént er nafn þeirrar götu ritað þar efst á blaði, en strikað yfir það og undir stendur Eiðsvallagata 32. Húsið stendur á horni gatnanna tveggja og snýr framhliðin og lítill garður að Hríseyjargötu. Þar er inngangur á efri hæð en inngangur á neðri hæð er aftur á móti á norðurhlið, sem snýr hinsvegar að Eiðsvallagötu og er þar gengið beint á gangstéttina, að undanskildu steyptu þrepi. Eiðsvallagata 32 er tvílyft steinsteypuhús með skeljasandsmúrhúð á lágum grunni en kjallari er undir litlum hluta hússins. Valmaþak er á húsinu. Svalir eru á suður- og austurhlið á báðum hæðum og gluggar eru víðir og breiðir með einföldum póstum. Á þessum árum tíðkaðist orðið að hanna glugga með tilliti til birtustigs og hægt varð að þekkja á færi hvar stofur voru á stórum og miklum stofugluggum og tíðkast slíkt æ síðan. Gert var ráð fyrir bílskúr á austurhluta lóðarinnar og eru til teikningar að honum eftir Mikael Þorsteinsson en hann virðist aldrei hafa verið reistur. Lengi val var númer 32 neðsta hús við Eiðsvallagötuna en ný raðhús voru byggð á túnblettinum milli Hríseyjargötu og Hjalteyrargötu árin 2000-2002.  Tvær íbúðir eru í húsinu og hefur verið svo alla tíð.

Hér má sjá yngstu og neðstu húsin við Eiðsvallagötuna, horft frá Hjalteyrargötu. Lengst til vinstri sér í númer 32 og gaflinn á Eiðsvallagötu 30 næst er 34, þá 36 og 38 en stafnar þeirra snúa N-S á meðan hin tvö snúa A-V. Þessi mynd er tekin í 10 stiga gaddi núna í birtingu sunnudaginn 11.janúar 2015. 

P1110006

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi færsla slær botninn í umfjöllunina um Eiðsvallagötu. Nú er hinsvegar ákveðinn bolti byrjaður að rúlla hjá mér og ég get upplýst að það sem eftir lifir vetrar mun ég halda mig á Eyrinni í umfjöllun minni. Næstu hús sem ég mun taka fyrir hér á síðunni verða  Norðurgata 28-40, að undanskildri 33 þ.s. ég hef fjallað um það hús nú þegar. Þá hef ég ákveðið að taka fyrir Ránargötu og Ægisgötu að Eyrarvegi, eða a.m.k elstu húsin þar. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 46
  • Sl. sólarhring: 191
  • Sl. viku: 655
  • Frá upphafi: 419746

Annað

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 531
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband