Hús dagsins: Ægisgata 11

Af einhverjum ástæðum er ekkert hús númer 9 við Ægisgötu. P2150016Norðan við hús númer 7 stendur Ægisgata 11 en það hús reisti Jón Þorsteinsson, sjálfstætt starfandi vélsmiður árið 1937. Húsið virðist byggt eftir sömu teikningu og næstu hús neðan við en hefur verið stækkað til vesturs. Húsið er einlyft steinhús með valmaþaki og einnig er bakálma með valmaþaki. Járn er á þaki og einfaldir póstar í gluggum. Á viðbyggingu er stór gluggi af þeirri gerð sem ég kalla einfaldlega “stofuglugga”. Á Landupplýsingakerfi Akureyrar má finna uppdrátt af viðbyggingu við húsið, dagsetta í maí 1958 og þá er eigandi Björgvin Júníusson. Í viðbyggingunni var stofa til viðbótar við þá sem fyrir var í suðvesturhorni og lítið herbergi. Húsið virðist í mjög góðu standi, gluggar nýlegir að sjá sem og þakjárn og ekki mörg ár síðan húsið var málað. Á lóðinni eru auk hússins geymsluskúrar og er ein íbúð í húsinu. Myndin er tekin 15.2.2015.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 224
  • Sl. viku: 609
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 488
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband