Hús dagsins: Fjólugata 4

Ólafur Ágústsson reisti Fjólugötu 4 árið 1932, en hann fékk þá leyfi til að reisa tvö sams konar timburhús við Fjólugötu. P1010001Húsin, sem voru númer 2 og 4 voru einlyft á steyptum kjallara og með lágu risi, járnvarin, 7,2 x 7,8 m að grunnfleti þ.e. rétt um 50 fermetrar.  Þessi húsagerð virðist hafa verið einkar vinsæl á Eyrinni á fyrri hluta fjórða áratugarins. 

Bæði þessi hús voru byggð sem íbúðarhús, var þá búið á hæð og geymslur og þvottahús í kjallara en ekki er ólíklegt að einhvern tíma hafi kjallarar þessara húsa verið nýttir sem íbúðarrými. Enda þótt húsið sé teiknað sem einbýlishús voru einstök herbergi leigð út, en slíkt var ekki óalgengt á þessum árum. Lengst af voru þessi hús, númer 2 og 4 mjög svipuð en um 2005 var húsið allt endurnýjað og byggt við það. Húsið er nú allt klætt bárujárni, bæði þak og veggir. Það er, sem áður segir, timburhús á háum kjallara og með lágu risi. Á austurstafni er inngönguskúr og tröppur upp að honum. Einfaldir, lóðréttir póstar eru í gluggum. Húsið er allt sem nýtt eftir endurbætur fyrir áratug og lítur stórglæsilega út. Þessi mynd er tekin þ. 12.6.2015.

Heimildir: Bygginganefnd AkureyrarkaupstaðarFundagerðir 1930-35, Fundur nr. 685, 7.nóv. 1932 Varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 11
  • Sl. sólarhring: 88
  • Sl. viku: 428
  • Frá upphafi: 417797

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 239
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband