Hús dagsins: Brekkugata 33

Brekkugatan ofanverð er "yrkisefnið" hjá mér þessar vikurnar. Ég tek húsin fyrir í þeirri röð sem þau koma fyrir, ekki númeraröð. Á móti húsum nr. 27-39 er Akureyrarvöllur eða áhorfendastúka hans og nr. 30 ofan og norðan við hann. Því mun ég taka fyrir oddatölurnar að 39 og þá 30-34. Hér er Brekkugata 33: 

Samkvæmt svokallaðri Jónsbók stóð árið 1933 þarna hús sem byggt var árið 1922 en eigandi þá er Eyþór Tómasson. P1100319Núverandi hús reisti hins vegar Bjarni Kristjánsson árin 1952-53  eftir teikningum Mikaels Jóhannssonar. Brekkugata 33 er tveggja hæða steinhús á kjallara og með valmaþaki. Það er klætt grjótmulningi, sem í daglegu tali er stundum kallaður skeljasandur en bárujárn er á þaki. Á norðurhlið hússins er forstofu- og stigaálma og þar er aðalinngangur mót austri og steyptar tröppur að honum auk inngöngudyra í kjallara, á norðurhlið. Ofan inngöngudyra eru einnig svalir á annarri hæð, mót austri. Þrjár íbúðir eru í húsinu og hefur að öllum líkindum verið svo frá upphafi.  Á raflagnateikningum frá 1952 eru íbúðirnar merktar þremur mönnum; fyrsta hæð Jóni Laxdal, önnur hæð Torfa Jörundssyni en kjallari Hirti? Árnasyni (ath. Ég næ ekki að rýna almennilega í skriftina á teikningum þessum).

Húsið er nokkuð dæmigert fyrir steinhús þau er tíðkuðust um miðja 20.öld. Svipuð hús og Brekkugötu 33 má finna ofar á Brekkunni t.d. við Þórunnarstræti, Ásveg en einnig við norðanverðar Ránargötu og Norðurgötu á Eyrinni. Ekki er laust við að Brekkugata 33 minni undirritaðan einnig á Hlíðarnar og hús við Miklubraut í Reykjavík. Húsið er hins vegar nokkuð einstakt í þessari röð, enda um 20-30 árum yngri en flest nærliggjandi hús. Engu að síður er Brekkugata 33 traustlegt og glæsilegt hús og nýtur sín vel í þessari skemmtilegu og áberandi götumynd. Götumynd sem er í senn heilsteypt en ólík innbyrðis, enda skipuð ýmsum fulltrúum steinhúsabyggingarlistarinnar. Húsið er í góðu standi og lítur vel út og sama má segja um lóð, en hún er vel gróin öspum og öðrum trjám. Lóðin er geysivíðlend og liggur upp að Munkaþverárstræti- mögulega er þar um að ræða auða lóð við þá götu, samliggjandi þessari. Sem áður segir eru þrjár íbúðir í húsinu. Myndin er tekin þ. 10.jan. 2016.

Jón Sveinsson. 1955. „Jónsbók“. Upplýsingar um upprunasögu hús á Akureyri árið 1933. Handritað skjal, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun.  Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

PS. Nú kann einhver að spyrja; Hvar er umfjöllunin um Brekkugötu 31. Því er til að svara, að hana tók fyrir sumarið 2010. Þá hafði nýlega fengið bókina um Sveinbjörn Jónsson, Byggingameistari í stein og stál í afmælisgjöf og hóf í kjölfarið að mynda og kynna mér þau hús sem hann hannaði. Þetta hafði ég um Brekkugötu 31 að segja þá:

Brekkugata 31, umfjöllun þ. 23.júlí 2010. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 5
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 422
  • Frá upphafi: 417791

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 235
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband