Hús dagsins: Brekkugata 39

Árið 1940 fékk Sigurður Helgason leyfi til að byggja íbúðarhús, eina hæð 8,2x10m á kjallara undir hluta hússins, byggt úr r-steini.P1100322 Höfundur er sagður óþekktur en þess má geta að húsið er á margan hátt svipað og næsta hús, nr. 41 sem Tryggvi Jónatansson teiknaði. Húsið er einlyft steinsteypuhús með háu risi og stórum miðjukvisti að framan en fjórir litlir kvistir með einhalla þekju eru á bakhlið. Tveir samskonar kvistir eru einnig á framhlið hvoru megin miðjukvists. Upprunalega var Brekkugata 39 nokkuð dæmigert funkishús, einlyft með flötu þaki og horngluggum til suðurs. Þeir gluggar eru að sjálfsögðu til staðar enn. Árin 1956-59 var húsinu hins vegar breytt nokkuð, byggt var við það til suðurs og byggð ofan á húsið rishæð. Fékk húsið þá það lag sem það hefur nú. Hönnuðir viðbyggingar og rishæðar hús voru þeir Stefán Reykjalín og Sigurður Helgason en teikningarnar að breytingunum eru einmitt aðgengilegar hér. Brekkugata 39 virðist í nokkuð góðu standi og er hið reisulegasta þrátt fyrir, að mjög sé það breytt frá upprunalegri gerð. Húsið stendur töluvert hærra en gatan. Fljótt á litið gætu nr. 39 og 41 verið einskonar „tvíburahús“ en í raun er um tvö gjörólík hús að ræða. Nr. 41 er nokkuð eldra hús, byggt 1933. Húsin eiga þó þá sögu sameiginlega, að hafa upprunalega verið funkishús með flötu þaki en síðar fengið svo mikið sem eina rishæð á toppinn. Ein íbúð er í húsinu. Myndin er tekin þ. 10.jan. 2016.

"Fjórir kátir þrestir sátu saman á kvist" segir í valinkunnum dægurlagatexta. Hér eru hins vegar "Fjórir kátir kvistir". laughing (Bakhlið Brekkugötu 39, myndin tekin frá Munkaþverárstræti þ. 28.feb 2016). 

P2280350

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarbæjar. Fundargerðir 1935-41. Fundur nr. 855, 11.sept.1940.

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun.  Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 607
  • Frá upphafi: 420080

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 457
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband