Hús dagsins: Brekkugata 43

Brekkugötu 43 reistu þau Þorsteinn Þorsteinsson verkamaður hjá KEA, síðar Sjúkrasamlagsgjaldkeri og Ásdís Þorsteinsdóttir. Árið 1929 fékk Þorsteinn leyfi til að reisa íbúðarhús úr steinsteypu, eina hæð á kjallara með lágu risi að stærð 8x7,2m auk bakhúss úr steinsteypu, jafn langt íbúðarhúsi. Húsið teiknaði Halldór Halldórsson.P1100326

Brekkugata 43 er einlyft hús á kjallara, raunar svo háum að álitamál er hvort húsið eigi að teljast ein- eða tvílyft. En byggingarleyfi segir einlyft með kjallara og mun höfundur hlíta þeim dómi hér. Á bakhlið er einlyft viðbygging með flötu þaki. Húsið er steinsteypt og með bárujárni á þaki og er nýlegur kvistur á framhlið. Gaflar rishæðar eru klæddir lóðréttum timburborðum og kvistur einnig. Yfir inngöngudyr á framhlið er dyraskýli; lítið risþak. Krosspóstar eru í flestum gluggum. Húsið hefur allt hlotið meiriháttar endurbætur á síðustu árum, 2012-14 og er kvistur á þaki til kominn þá. Hér má sjá teikningarnar að endurbótum hússins auk nánari byggingatæknilegrar lýsingar á húsinu. Lóð hússins virðist einnig vel frá gengin. Ein íbúð er í húsinu. Myndin er tekin sunnudaginn 10.janúar 2016.

Þorsteinn Þorsteinsson, sá er byggði Brekkugötu 43, var fæddur að Engimýri í Öxnadal 12.mars 1890. Þorsteinn var mikill ferðamála- og skógræktarfrömuður. Hann var einn af stofnendum Ferðafélags Akureyrar fyrir réttum 80 árum og var þar framkvæmdastjóri um árabil og er Þorsteinsskáli í Herðubreiðarlindum er nefndur eftir honum. Sonur Þorsteins var Tryggvi (1911-1975) kennari, skólastjóri og skátaforingi en um hann hef ég fjallað lítillega hér. Þeir feðgar leiddu m.a. hinn frækilega björgunarleiðangur Akureyringa sem fór að sækja áhöfn flugvélarinnar Geysis er brotlenti á Vatnajökli haustið 1950. Hér má skoða minningargreinar um Þorstein Þorsteinsson en hann lést í febrúar 1954, tæplega 64 ára.

p7240165.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Þorsteinsskáli (byggður 1958) í Herðubreiðarlindum er kenndur við Þorstein Þorsteinsson. Myndin er tekin 24.júlí 2010.

Heimildir: 

Jón Sveinsson. 1955. „Jónsbók“. Upplýsingar um upprunasögu hús á Akureyri árið 1933. Handritað skjal, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

 

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

 

Ýmissa heimilda á vef er vísað til með tenglum í texta.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 14
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 431
  • Frá upphafi: 417800

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 242
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband