Hús dagsins: Bjarmastígur 11

Bjarmastíg 11 reisti Guðjón Bernharðsson gullsmiður eftir teikningum Gunnars Pálssonar árið 1933 Upprunalegar teikningar af húsinu eru ekki aðgengilegar á Landupplýsingakerfinu góða, en hér eru hins vegar raflagnateikningar frá vorinu 1935. Höfundar er ekki getið þar.

P8180230

Húsið er tvílyft steinsteypuhús á kjallara og með lágu og aflíðandi þaki. Útskot er á vesturhlið og svalir þar ofan á en einnig er forstofubygging og steyptar tröppur upp að henni á austurhlið. Gluggapóstar eru ýmist einfaldir lóðréttir (neðri hæð) eða með láréttu og skiptu efra fagi og á húsinu eru nokkrir horngluggar, í anda Funkisstefnunar. Þá eru einnig nokkrir gluggar með þríhyrningslagi að ofan m.a. á forstofubyggingu. Dyr á forstofubyggingu er einnig með þríhyrningslagi. 

Húsið, sem alla tíð hefur verið íbúðarhús, er að mestu óbreytt frá upphafi. Þaki mun að vísu hafa verið breytt lítillega. Á húsinu má m.a. sjá gamlar einangrunarkúlur og króka frá því að rafmagn var leitt inn í húsið með loftlínum. Húsið er í góðri hirðu og lítur vel út og lóð er gróin og vel hirt. Steypt girðing á lóðarmörkum, með tígullaga munstri gefur umhverfi hússins skemmtilegan svip. Hún er í góðu standi og virðist vel við haldið, en hvort hún er jafn gömul húsinu þekki ég ekki. Húsið hefur skv. Húsakönnun 2014 ekki varðveislugildi framyfir önnur hús við Bjarmastíg. Það er þó álit þess sem þetta ritar, að steypti veggur á lóðarmörkum ætti að njóta sama varðveislugildis og húsið sjálft. Þrjár íbúðir eru í húsinu. Myndin er tekin sólríkan síðsumardag, 18.ágúst 2015.

Heimildir: Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinnihttp://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 415
  • Frá upphafi: 420115

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 305
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband