Hús dagsins: Þingvallastræti 8

Þingvallastræti 8 byggði Samvinnubyggingafélagið árin 1929 til 1930 fyrir þá Þorbjörn Kapracíusson og Leif Kristjánsson. p5080342.jpgHúsið skyldi vera steinhús, 8,2x9 m að stærð og var það parhús, skipt í miðju. Í Jónsbók er húsinu skipt í a og b hluta, þar býr Þorbjörn í 8a en Leifur í 8b. Teikningarnar af húsinu gerði Sveinbjörn Jónsson en þess má geta, að hann teiknaði þetta hús og jafnframt næstu tvö ofan við, þ.e. 10 og 12. En Þingvallastræti 8 er tvílyft steinsteypuhús með háu risi. Neðri hæð er eilítið niðurgrafin en þó tæpast svo, að hægt sé að tala um kjallari í því samhengi. Áföst austurgafli er tvílyft viðbygging með flötu þaki og á henni eru svalir til suðurs og geymsla (bílskúr) á jarðhæð. Krosspóstar eru í gluggum hússins en víður “stofugluggi” á viðbyggingu. Aðal inngöngudyr eru á vesturgafli og til suðurs á norðausturálmu en þar eru einnig stórar bílskúrsdyr. Á vesturgafli á annarri hæð er stór gluggi með lóðréttum miðjupósti. Þar er á upprunalegum teikningum gert ráð fyrir svölum yfir útidyrum. Á lóðinni stendur einnig geymsluskúr, sem mun byggður 1960.

Húsið hefur frá upphafi verið parhús með tveimur íbúðum en ekki er ólíklegt að fleiri en tvær fjölskyldur hafi einhvern tíma búið í húsinu samtímis. Vesturhlutinn telst 8b en austurhluti 8a. Byggt var við þann hluta hússins árið 1964 eftir teikningum Mikaels Jóhannessonar en að öðru leyti er húsið óbreytt frá upphafi. Húsið sómir sér vel í þessari götumynd, sem ég kalla stundum “Sundlaugarröðina” þar eð hún er gegnt Sundlauginni. Frá árinu 2000 hefur húsið þá “sérstöðu” í þessari röð steinsteypuklassíkur frá 1929-32 sem eina kvistlausa húsið en það ár fékk Þingvallastræti 4 miðjukvist. Húsið er í góðri hirðu og lítur vel út, í því eru tvær íbúðir líkt og í upphafi. Myndin er tekin þann 8.maí 2016.

Heimildir: Jón Sveinsson. 1955. Jónsbók“. Upplýsingar um upprunasögu hús á Akureyri árið 1933.

Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 410
  • Frá upphafi: 420110

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 300
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband