Hús dagsins: Oddeyrargata 13

Í síðustu færslu tók ég fyrir Oddeyrargötu 28, steinhús frá 1929 sem er eitt nokkurra húsa sem byggt var eftir byggingarleyfi frá 619.fundi Byggingarnefndar haustið 1928. Hér er annað úr þeim hópi, sem einnig stendur við Oddeyrargötu...

 

Meðal þeirra fimm einstaklinga sem fengu úthlutað byggingarleyfum á fundi Bygginganefndar þann 17.september 1928 var Elín Einarsdóttir, 23 ára starfsmaður KEA. P1100302Hún hafði fengið lóðina í júlíbyrjun um sumarið og fékk leyfi til að reisa “íbúðarhús úr steinsteypu, 7,5x8,45m, tvær hæðir á lágum grunni”. Teikningarnar af húsinu gerði Sveinbjörn Jónsson.

Í upphafi voru tvær íbúðir í húsinu, hvor með sínum inngangi, líkt og sjá má á téðum teikningum. Oddeyrargata 13 er tvílyft steinsteypuhús með lágu risi og stendur það á lágum grunni. Bárujárn er á þaki og þverpóstar með tvískiptum efri fögum. Stórir gluggar eru við inngöngudyr að framanverðu (þ.e. að vestan). Ekki veit ég þó hvort tveir inngangar voru á húsinu í upphafi -líkt og á teikningu frá 1928- eða hvort núverandi dyraumbúnaður sé upprunalegur. Það er nefnilega ekki hægt að gefa sér það, að farið hafi verið í einu og öllu nákvæmlega eftir upprunalegum teikningum. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús. Húsið er að ytra byrði að mestu óbreytt frá upphafi í mjög góðri hirðu og lóð vel gróin. Húsið er einbýlishús og hefur líkast til verið svo í áratugi. Húsið er eitt margra húsa Sveinbjarnar Jónssonar frá þessu tímabili og er t.d. ekki ósvipað húsum sem hann teiknaði við Norðurgötu 32 og 33. Voldugur dyraumbúnaðurinn gefur húsinu, sem er í eðli sínu einfalt og látlaust, sérstakan svip. Myndina tók ég sunnudaginn 10.janúar 2016.

 

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar: Fundargerðir 1921-30. Fundur nr. 619. 17. sept. 1928. Óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri

Jón Sveinsson. 1955. Jónsbók“. Upplýsingar um upprunasögu húsa á Akureyri árið 1933.

Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 612
  • Frá upphafi: 420085

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 461
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband