Úr myndasafninu: Svipmyndir af Fálkafelli

Ég á býsna margar húsamyndir, líkt og lesendur ţessarar síđu hafa orđiđ varir viđ. Ţćr telja víst um 900 hefur mér sýnst - en af sumum húsum á ég fleiri en eina mynd og jafnvel fleiri en tvćr. En hvert er ţađ hús sem ég á flestar myndir af, hvađa hús hef ég ljósmyndađ oftast? Ţví er fljótsvarađ. Ţađ er nefnilega skátaskálinn Fálkafell á norđaustanverđum Súlumýrum. Ég hef ekki tölu á ţeim útilegum sem ég hef fariđ ţangađ uppeftir sl. 22 ár sem ég hef veriđ félagi í skátafélaginu Klakki og sl. tíu ár hefur myndavélin ćtíđ veriđ međ í för. Ţá hef ég oft brugđiđ mér í hjól- eđa göngutúra uppeftir međ myndavélina. Ţađ er sannarlega viđ hćfi ađ birta hér myndaţátt um Fálkafell í dag, 22.maí 2017 ţví í dag eru liđin 100 ár frá stofnun fyrstu skátasveitarinnar á Akureyri. (Líklega verđur kominn 23.maí ţegar ţessi fćrsla birtist) Var ţađ danskur mađur, Viggo Hansen (síđar Öfjörd) sem stóđ fyrir stofnun sveitarinar. Fálkafell hefur drjúgan hluta ţessarar aldar veriđ órjúfanlegur hluti skátastarfs á Akureyri, en skálinn var byggđur ađeins hálfum öđrum áratug eftir upphaf skátastarfs í bćnum. Elsti hluti skálans er byggđur 1932 (skálinn hefur raunar veriđ stćkkađur og breytt verulega í a.m.k. fjórum áföngum) og hefur hann veriđ í samfelldri notkun ţessi 85 ár. Mun Fálkafell ţví vera elsti útileguskáli landsins sem enn er í notkun- og ćtti međ réttu ađ njóta einhverrar friđunar. Hér eru nokkrar myndir sem ég hef tekiđ af Fálkafelli, og einnig innandyra.

Hér er Fálkafell ađ sumarlagi, ađ kvöldi 9.júlí 2009. P7090026 Ţess má geta, ađ ég hafđi veriđ skáti í fimm ár og fariđ a.m.k. tíu útilegur í Fálkafell áđur en ég kom ţangađ ađ sumri til.   

 

 

 

 

 

 

 

Ţađ getur oft orđiđ snjóţungt viđ Fálkafell, en skálinn stendur í 370m hćđ. Ţessar myndir eru teknar ţann 29.mars 2014

P3290078 P3290087

Ađ sjálfsögđu nýtti ég tćkifćriđ ţarna og brá mér upp á ţak. Hér má sjá skemmtilegt sjónarhorn, Akureyri međ skorstein Fálkafells í forgrunni.

P3290085

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér P9180463er horft á skálan frá suđvestri í haustsólinni ţann 18.sept 2016. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru komnar myndir frá vetri, sumri og hausti og ţá er sjálfsagt ađ bćta viđ mynd, tekinni ađ vorlagi- nánar til tekiđ ţann 13.maí 2006.

P5130012

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru skátar undir suđurvegg Fálkafells ađ elda eitthvađ girnilegt, undir stjórn Árna Más Árnasonar, í febrúar 2007. Glugginn hćgra megin er á eldhúsinu, en sá hluti hússins mun vera sá elsti. Glugginn vinstra megin er hins vegar á viđbyggingu frá 1965, en ţá var skálinn lengdur til vesturs. 

P2240024

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Steinsnar norđan Fálkafells stendur eldiviđarskúr/kamar sem sjá hćgra megin á ţessari mynd, sem tekin er 6.mars 2016....

P3060344

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

...ţá er einnig brunnhús u.ţ.b. 70 metrum norđan skálans og ţangađ er allt neysluvatn sótt. Ţađ geta aldeilis orđiđ átök ţreyttum og stuttfćttum skátum í mittisdjúpum snjó, ađ ekki sé talađ um í kolbrjálađri stórhríđ í ofanálag. Ţessir skátar fóru hins vegar létt međ ađ sćkja vatniđ ţennan góđviđrisdag 28.febrúar 2015.

 P2280025

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En nú skulum bregđa okkur inn fyrir...

Hér má sjá svipmyndir af svefnlofti, borđsal og eldhúsi. Eins og sjá má eru ţetta sérlega geđţekkar vistarverur.

P2280035PA250050

 

 

 

 

 

P3060351

P3060349

Skálinn er kyntur međ kabyssu sem tengist inn á miđstöđvarkerfi. Ný kabyssa var sett upp haustiđ 2014 (mynd til vinstri) en forveri hennar var orđinn ansi slitinn- en hafđi aldeilis skilađ sínu. Kyndiklefinn- sem kallast yfirleitt kabyssuherbergi er norđanmegin í húsinu, hinu megin viđ eldhúsiđ. Sá hluti skálans mun vera ađ stofni til bíslag sem byggt var viđ upprunalegt hús um 1943. Sá hluti hússins var lengst af forstofa eđa allt ţar til núverandi forstofubygging var byggđ 1982. 

P2280033PA250051

Fálkafell hefur töluvert breyst í áranna rás. Hér má sjá mynd af skálanum eins og hann leit út á fjórđa áratugnum. 

Og svona leit hann út eftir fyrstu viđbyggingu, 1943. ATH. MYNDIN ER SPEGLUĐ. Núverandi kabyssuherbergi mun vera í bíslaginu sem er vinstra megin á mynd 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 29
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 633
  • Frá upphafi: 420106

Annađ

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 479
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband