Endurbygging Gamla Apóteksins 2014 -17

Síðastliðin þrjú ár hefur Aðalstræti 4, Gamla Apótekið, gengið í gegn um gagngerar endurbætur. Húsið, sem byggt er 1859, stendur á áberandi og fjölförnum stað í Innbænum, gegnt ísbúðinni Brynju. Þá blasir húsið við öllum þeim sem koma inn í bæinn að austan um Leiruveginn. Húsið var á sínum tíma eitt það stærsta og glæsilegasta á Akureyri og stóð auk þess hærra en húsin í nágrenninu. Var það allt hið glæsilegasta á 19.öld og fyrri hluta þeirrar 20. En í upphafi 21.aldar var húsið var orðið nokkuð illa farið; það var forskalað og "augnstungið" um miðja 20.öld og farið að láta verulega á sjá. Það hafði þó verið málað að utan um aldamótin, hvítt og þakið blátt (Lengi vel var húsið brúnleitt með rauðu þaki). En haustið 2014 hófust á húsinu gagngerar endurbætur. Þær voru vægast sagt flóknar og vandasamar, m.a. þurfti að steypa nýjan grunn. Var húsið þá híft með stóreflis krana og flutt á lóð Iðnaðarsafnsins þar sem það stóð frá 25.júní til 13.október 2015. Nú má heita að frágangi á ytra byrði hússins sé lokið og segja má að þetta 158 ára hús sé orðin bæjarprýði hin mesta. Ég fylgdist að sjálfsögðu með endurbótunum og myndaði með reglulegu millibili:

P6190015

                                                           19.júní 2014.

 PA050015

                           5.október 2014. Verið að undirbúa jarðveginn; í orðsins fyllstu merkingu.

P3290018

                      29.mars 2015. Búið að rífa burt "forskalninguna" og í ljós kemur gömul borðaklæðning. Hún fékk hins vegar einnig að fjúka- sem og útveggirnir eins og þeir lögðu sig.

P5140024

                                               Á Uppstigningardag, 14.maí 2015.

P6250013

                                 25.júní 2015. Apótekið híft með krana á "trailer". Þeirri framkvæmd lýsti ég í máli og myndum á sínum tíma.

P7070001

                           7.júlí 2015. Apótekið gamla fékk að lúra undir asparlundi á plani við Iðnaðarsafnið, skammt sunnan Skautahallar tæpa fjóra mánuði. Á meðan var nýr grunnur steyptur á hólnum í kjafti Búðargils, þar sem húsið hafði staðið sl. 156 ár. 

PA180254

                                            18.október 2015. Apótekið komið á nýjan grunn.

PC190312

                                                       19.desember 2015.

P8010414

                                1.ágúst 2016. "Allt að gerast".

P9210461

                                          21.september 2016. Nýtt þak í burðarliðnum og húsið farið að taka á sig mynd.

PC110477

 

                                              11.desember 2016. Nýtt þak komið og gluggar.

P1220493

                                                        22.janúar 2017.

 P2060500

                                              6.febrúar 2017; vinnupallar horfnir að mestu.

P5040528

                                                 5.apríl 2017. Pallur risinn. Nú er þetta allt að koma!

P8070678

Og svona lítur Gamla Apótekið, Aðalstræti 4, út þegar þetta er ritað þann 7.ágúst 2017. Það er mat þess sem þetta ritar, að endurbygging hússins hafi heppnast með eindæmum vel og mikil prýði af húsinu. Það hefur svo sannarlega endurheimt sinn fyrri glæsileika, en hér má sjá mynd af húsinu, frá síðari hluta 19.aldar

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bestu þakkir Arnór Bliki. Verðmæt skráning og sérstaklega skemmtileg.

Kær kveðja Kristín

Kristín Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 8.8.2017 kl. 09:40

2 identicon

Sæll Arnór og þökk fyrir myndaröðina.  Ég hef í laumi fylgst með endurbótunum. Húsið er nú sannkölluð bæjarprýði. Mér þykir þó örlítið leitt að húsið sé nú komið í ferðamannaútleigu. Ég hefði viljað sjá menningartengda starfsemi þrífast þar. Þetta hús og reyndar allur Innbærin ilmar af sögu Akureyrar.

Bestu kveðjur.

Sigurður.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 9.8.2017 kl. 13:39

3 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Kærar þakkir fyrir innlit og athugasemdir. Mér þótti það sannarlega ljúft og skylt að "færa þetta til mynda" og skrá á spjöld veraldarvefjarins. Og leyfa öðrum að njóta. Hvað nýtt hlutverk hússins varðar tel ég a.m.k. eitt alveg víst: Það kemur ekki til með að væsa um þá ferðalanga, sem gista Gamla Apótekið. :)                                                                          Bestu kveðjur, Arnór Bliki

Arnór Bliki Hallmundsson, 9.8.2017 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 20
  • Sl. sólarhring: 229
  • Sl. viku: 629
  • Frá upphafi: 419720

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 505
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband