Hús dagsins: Munkaþverárstræti 10

Í ársbyrjun 1931 fékk Baldvin Pálmason leigða lóð austan Munkaþverárstræti. P5250532Hann fékk um vorið leyfi til að reisa íbúðarhús úr steinsteypu á leigulóð sinni, að stærð 8,20x7,50, einlyft með háu risi og einnig fékk hann leyfi Bygginganefndar til þess að standa sjálfur fyrir verkinu. Bygginganefnd setti þau skilyrði að “kjallari komi ekki meira en 50cm yfir götuflöt og port, 80 cm hátt verði sett á húsið”. Hann fékk nokkrum mánuðum síðar, líklega þegar bygging hússins var hafin, að setja kvist á húsið. Baldvin teiknaði einnig húsið, sem var fullbyggt 1932. Upprunalegar teikningar að húsinu eru ekki aðgengilegar á Landupplýsingakerfinu en þar má hins vegar finna raflagnateikningar, dagsettar 29.apríl 1932 og undirritaðar af Samúel Kristbjörnssyni. En Munkaþverárstræti 10 er einlyft steinsteypuhús; steinsteypuklassík með stórum hornkvisti við suðurstafn og smærri kvisti norðan við hann. Á bakhlið þ.e. austurhlið er kvistur á miðri þekju. Er hann með einhalla aflíðandi þaki. Á norðurstafni er forstofubygging og svalir ofan á henni. Á veggjum er svokallaður spænskur múr en bárujárn á þaki en margskiptir póstar í gluggum; líklega upprunalegir.

Baldvin Pálmason, sem var frá Samkomugerði í Eyjafirði bjó í húsinu um áratugaskeið, en fluttist síðar í Álfabyggð 1, sunnar og ofar á Brekkunni. Hann lést i febrúar 1998 á 98.aldursári. Húsið hefur lengst af verið einbýlishús. Því hefur lítið sem ekkert verið breytt frá upphafi en er engu í síður í góðu standi. Í Húsakönnun 2015 fær það “plús” fyrir upprunaleika og er þar sagt “fallegt klassískt hús sem sómir sér vel í götumyndinni”. (AK.bær, Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson o.fl. 2015: 162). Sá sem þetta ritar tekur svo sannarlega undir það. Kvistirnir og margskiptir gluggar hússins gefa því einnig einstakan og sérstæðan svip. Lóðin er einnig vel hirt og gróin. Ein íbúð er í húsinu. Myndin er tekin að kvöldi 25.maí 2017.

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1930-35. Fundur nr. 657, 12.jan 1931, nr. 660, 13.apríl 1931, nr.668 6.ágúst 1931 .

Jón Sveinsson. 1955. „Jónsbók“. (Skrá yfir upprunasögu húsa sem stóðu á Akureyri um 1935, tekin saman 1945-55). Óprentað, óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Tvær ofantaldar heimildir eru óprentaðar og óútgefnar; varðveittar á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 78
  • Sl. sólarhring: 199
  • Sl. viku: 687
  • Frá upphafi: 419778

Annað

  • Innlit í dag: 60
  • Innlit sl. viku: 548
  • Gestir í dag: 59
  • IP-tölur í dag: 58

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband