Hús dagsins: Munkaþverárstræti 12

 

Vorið 1935 fengu þeir Gunnlaugur Markússon og Adolf Davíðsson lóð við Munkaþverárstræti, næst norðan við hús Baldvins Pálmasonar. P5250537Þeir fengu að reisa þar íbúðarhús, 10x8m úr r-steini og steinsteypu, eina hæð á kjallara. Trúlega hefur húsið, sem Tryggvi Jónatansson teiknaði, verið með flötu eða einhalla aflíðandi þaki í upphafi, ekki ósvipað húsum Björn Sigmundssonar og Jóns Þorlákssonar, sunnar við Munkaþverárstrætið (4 og 6). En núverandi lag fékk húsið 1958 er ný þakhæð var byggð á það eftir teikningum Mikaels Jóhannssonar. Upprunalegar teikningar eru ekki tiltækar á Landupplýsingakerfinu, en trúlega hafa tvær íbúðir verið í húsinu í upphafi, ein á hæð og önnur í kjallara- en kjallarinn er raunar líkt og jarðhæð austanmegin þar eð húsið stendur í halla frá götubrún.

En Munkaþverárstræti 12 er einlyft steinsteypuhús á háum kjallara og með einhvers konar mansard- valmaþaki. Kvistir eru á þaki til allra átt nema á norðurhlið, en þar er þakgluggi. Þakklæðning er n.k. “gisið” bárustál (mögulega heitir þessi klæðning einhverju nafni sem mér ekki kunnugt um, í Húsakönnun 2015 er þessi klæðning kölluð gróf málmklæðning) Einfaldir póstar ýmist með þver- eða lóðréttum póstum með opnanlegum fögum. Inngöngudyr eru á hæð og kjallara á norðurhlið steyptar tröppur að þeim og dyraskýli yfir tröppum að hæð.

Margir hafa búið í húsinu þessi 82 ár sem það hefur staðið, og um miðjan sjötta áratuginn hefur húsið verið stækkað upp á við, svo sem segir frá hér að ofan. Þar var skv. Teikningum gert ráð fyrir íbúð, líklega með sams konar herbergjaskipan og á hæð. Þessi þakgerð er nokkuð sérstæð en nokkur dæmi eru um svona viðbætur á hús hér í bæ; þ.e. mansard valmaþaki. Mansardþök eru að því leytinu til sniðug, að undir þeim nýtist gólfflötur mikið betur heldur en undir hefðbundnum ris – og valmaþökum – en þó er frekar um að ræða þakhæð en fulla hæð. En hvernig mansardþök reynast við hinar víðfrægu séríslensku aðstæður þekki ég ekki, hvort að þau séu lekagjarnari en aðrar. Húsið er í góðri hirðu og lítur vel út. Þakhæðin er stórbrotin og gefur húsinu sitt sérstæða svipmót sem fer ágætlega í fjölbreyttri og skemmtilegri götumynd Munkaþverárstrætis. Tvær íbúðir eru í húsinu. Myndina tók síðla kvölds á Uppstigningadag sl., 25.maí en þá ljósmyndaði ég m.a. Munkaþverárstrætið sunnan Krabbastígs.

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1930-35. Fundur nr. 742, 4.maí 1935, nr.744, 24.maí 1935.

Óprentað og óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 8
  • Sl. sólarhring: 86
  • Sl. viku: 425
  • Frá upphafi: 417794

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 238
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband