Hús dagsins: Bjarmastígur 2

Snemma árs 2016 tók ég fyrir eldri húsin við Bjarmastíg á Brekkunni, sem vill svo til að bera oddatölunúmer. Nú hyggst ég taka fyrir Bjarmastígshúsin með sléttu númerin. Fyrst er nr. 2.

Vorið 1944, eða 26.maí, rúmum þremur vikum fyrir stofnun Lýðveldisins Íslands á Þingvöllum fékk Eggert St. Melstað, slökkviliðsstjóri,P5250542 leyfi til að reisa hús á tveimur hæðum á kjallara og með valmaþaki á lóð sinni. Lóðina hafði Eggert fengið nokkru fyrr, á horni Bjarmastígs og Oddeyrargötu. Hús Eggert skyldi vera 8,5x8m með útskotum; að sunnaverðu 4,5x1,5m og 4,5x2,05m að norðanverðu. Nyrðra útskot skyldi vera ein hæð á kjallara. Hús Eggerts St. skyldi vera steinsteypt og með steinlofti yfir kjallara og fyrstu hæð. Í mars 1945 voru teikningar Tryggva Jónatanssonar að húsinu samþykktar en þá hafði Eggert fengi leyfi fyrir nokkrum breytingum á húsinu, s.s. varðandi gluggaskipan og auk þess hugðist hann hafa þak flatt í stað valmaþaks. Þá liggja fyrir í bókunum Bygginganefndar nákvæmar lýsingar á veggjaþykkt, en Eggert vildi hafa veggi beggja hæða tvöfalda, þ.a. ytri veggir yrðu 16cm þykkir, innri veggir 9cm og 11cm þykkt tróðhol fyrir reiðing. Allar þessar breytingar voru samþykktar, en kjallaraveggir skyldu nægilega þykkir til að bera umrædda veggi efri hæða. Fullbyggt mun húsið hafa verið 1946 og hefur það alla tíð verið íbúðarhús.

Bjarmastígur 2 er tvílyft steinsteypuhús á kjallara og með flötu, steyptu þaki með þykkum þakkanti. Svalir eru til suðurs á efri en forstofubygging á norðurhlið. Gluggapóstar eru láréttir og flestir gluggar þrískiptar en gluggar neðri hæðar eru flestir breiðari; fjór- og fimmskiptir. Á lóðarmörkum er steyptur kantur að götu, en lóðin er nokkuð stór og mishæðótt. Húsið mun að mestu óbreytt frá upprunalegri gerð og er í mjög góðri hirðu.Í húsinu er ein íbúð. Myndin er tekin þann 25.maí 2017.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 970, 31.mars 1944, nr. 977 26.maí 1944 og nr. 1007 16.mars 1945. Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 413
  • Frá upphafi: 420113

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 303
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband