Hús dagsins: Bjarmastígur 4

Yngsta húsið við Bjarmastíg er númer 4 en húsið er, þegar þetta er ritað, tæplega hálfrar aldar gamalt. Húsið byggði Hreiðar Valtýsson árið 1968 eftir teikningum Konráðs Árnasonar.P5250543 Þær teikningar eru ekki aðgengilegar á Landupplýsingakerfinu- en hér má sjá raflagnateikningar Ingva R. Jóhannssonar af húsinu, frá 1966. Húsið er tvílyft steinsteypuhús á kjallara en neðri hæð er niðurgrafin að hluta þar eð lóðin er mishæðótt. Bjarmastígur 4 er í módernískum stíl, steinsteypuhús með flötu þaki með þakpappa og gluggar víðir og stórir, ýmist heilrúðu eða með einföldum póstum. Á suðvesturhorni eru inngöngudyr og þar er steypt verönd, römmuð inn af steyptum lóðarkanti og þakkanti á súlum. Húsið er byggt sem einbýli, en þar hafa um árabil verið tvær íbúðir. Árið 2014 var húsinu formlega breytt skv. þessum teikningum teikni- og verkfræðistofunnar Opus og er nú tvíbýli, hvor íbúð á sinni hæð. Bjarmastígur 4 er snyrtilegt og vel hirt hús og hefur skv. Húsakönnun 2014 gildi fyrir götumynd Bjarmastígs, en varðveislugildi er ekki talið verulegt umfram nærliggjandi hús. Myndin er tekin þann 25.maí 2017.

Heimildir: Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 88
  • Sl. viku: 421
  • Frá upphafi: 417790

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 234
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband