Hús dagsins: Bjarmastígur 10

Syðst á austanverðum Bjarmastígnum, á norðurbakka Skátagils, stendur stórbrotið og glæsilegt hús í módernískum stíl eftir Sigvalda Thordarson. P5250549Húsið byggði Baldur Ingimarsson árið 1964 en átta árum áður hafði hann óskað eftir því, að fá að reisa hús við Bjarmastíg á eignarlóð sinni við Hafnarstræti 107b. En lóð Bjarmastígs 10 liggur að lóðinni við Hafnarstræti 107b en það hús byggði faðir Baldurs, Ingimar Jónsson söðlasmiður árið 1915. Framan af náðu lóðir þessara ystu húsa Hafnarstrætis, 107 og 107b upp að Bjarmastíg austanverðum en gatan byggðist fyrst aðeins vestanmegin. Þannig var lóðin Bjarmastígur 8 á vegum Útvegsbankans, sem var í Hafnarstræti 107. En Bjarmastígur 10 er einlyft steinsteypuhús á háum kjallara með flötu pappaklæddu þaki. Gluggar hússins eru af ýmsum stærðum og gerðum en póstar yfirleitt einfaldir. Bílskúr er sambyggður húsinu að norðanverðu og þar er einnig aðal inngangur. Húsið er reisulegt og stórskorið, stórglæsilegt á allan hátt. Litaðir fletir og stórir gluggar setja svip sinn á húsið og mun húsið nokkuð dæmigert fyrir verk Sigvalda Thordarson. Í húsinu er ein íbúð. Lóð hússins er býsna víðlend og að heita má skógi vaxin. Þar er mikið um reynitré, greni og sjálfsagt mörg önnur tré og sum þeirra eru vel á annan tug metra. Lóðin og húsin eru í afbragðs hirðu og til mikillar prýði á þessum stað, fast við Miðbæinn neðst á brúnum Skátagils.

Myndin af Bjarmastíg 10 er tekin á blíðviðriskvöldi 25.maí 2017PB110713 en með færslunni fylgir einnig mynd tekin þ. 11.nóv. sl. sem sýnir afstöðu húsanna sem fram koma í þessari færslu- og færslunni um Bjarmastíg 8. Það er nefnilega svo, að ekki er víst að allir lesendur síðunnar gjörþekki Miðbæ Akureyrar og Neðri Brekku, og átta sig kannski á afstöðu húsa og lóða þarna, þegar rætt er um Hafnarstræti og Bjarmastíg. Þessi mynd ætti að gefa nokkuð góða mynda af því hvernig landið liggur- í bókstaflegri merkingu- í þeim efnum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0685
  • IMG_0776
  • P5150358
  • IMG_0082
  • IMG_0081

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 195
  • Sl. viku: 541
  • Frá upphafi: 419483

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 441
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband