Hús dagsins: Gilsbakkavegur 7

Gilsbakkaveg 7 reisti Björn Bessason árið 1955. PB110719Hann fékk leyfi til að reisa hús við Gilsbakkaveg skv. meðfylgjandi teikningu, segir í bókunum Bygginganefndar en á þessum tíma virðist það að mestu liðið undir lok, að mál húsa væru gefin upp í Byggingarnefndarfundargerðum, en sú var venjan fram yfir 1940. Mögulega voru teikningar almennt nákvæmari og ítarlegri en áður - eða einfaldlega svo miklu fleiri umsóknir og erindi afgreidd að ekki gafst tími til að tíunda mál og lýsingu á hverju einasta húsi sem sótt var um byggingarleyfi fyrir. En teikninguna gerði Á. Valdemarsson. Gilsbakkavegur 7 er tvílyft steinsteypuhús með valmaþaki. Meginálma hússins snýr N-S en mjórri álma gengur liggur við vesturhlið og í kverkinni á milli eru svalir á efri hæð og verönd á þeirri neðri. Bárujárn er á þaki og gluggar eru flestir breiðir með þrískiptum lóðréttum póstum. Á suðurhlið eru stærri gluggar og utan um þá steyptur rammi sem nær yfir báðar hæðir. Húsið mun vera lítið breytt frá fyrstu gerð, það hefur líkast til alla tíð verið tvíbýlishús með einni íbúð á hvorri hæð. Húsið er nokkuð dæmigert útlits og gerðar fyrir íbúðarhús,  frá þessum tíma. En flestöll hús hafa sín sérkenni og sinn eigin svip, og í tilfelli Gilsbakkavegar 7 er það steypti, upphleypti ramminn utan um stofugluggana. Hann er í dekkri lit en húsið sjálft og mögulega hefur hann ætíð verið það. Í sama lit er einnig steyptur kantur með járnavirki að lóðarmörkum.  Steyptir kantar á borð við þennan eru algengir í eldri hverfum og oft mynda þeir órofa heild með húsum, og ættu hreinlega í einhverjum tilfellum að hafa varðveislugildi ásamt húsum og götumyndum. Húsið mun að mestu óbreytt frá upprunalegri gerð en er engu að síður í mjög góðu standi, og til mikillar prýði í skemmtilegri götumynd Gilsbakkavegar. Myndin er tekin þann 11.nóv 2017.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarbæjar. Fundargerðir 1948-57. Fundur nr.1214, 15.apríl 1955. Óprentað, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

 

Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 50
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 457
  • Frá upphafi: 420157

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 330
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband