Hús dagsins: Gilsbakkavegur 11

Árið 1945 fengu þeir Jón Guðlaugsson og Árni Jónsson lóð og byggingarleyfi á Gilsbakkavegi.PB110722 Hús þeirra skyldi vera 6,6x14m með þremur útskotum; til suðurs 1x8m, til norðurs 2,75x8,4m og til austurs 1,5x3,9m. Vesturhluti ein hæð en austurhluti tvær, húsið byggt úr steinsteypu með steyptum veggjum, þaki og gólfi og flötu steinþaki. Teikningarnar gerði Tryggvi Jónatansson, líkt og af húsi nr. 11. Þessi tvö hús voru nokkuð áþekk fyrstu árin, en 9 var breytt töluvert um 1960. 

En lýsingin sem gefin er upp í bókunum Bygginganefndar á í grófum dráttum enn við hús nr. 11. Það er í tveimur álmum, eystri álma tvílyft en vestri einlyft á háum kjallara; húsið byggt á pöllum. Húsið er steinsteypt með flötu þaki, undir áhrifum funkis- þó horngluggana vanti. Þak hússins er flatt og pappaklætt en einfaldir póstar eru í gluggum. Á vesturhluta er stór "stofugluggi".  Vesturálman er nokkuð breiðari til norðurs og austurálman skagar eilítið sunnar; því er lýst sem útskotum í bókunum Bygginganefndar. Þá er forstofubygging með svölum á austurhlið og steyptar tröppur upp að dyrum, en aðrar dyr til suðurs ásamt verönd eru í kverkinni milli húshlutana. Þá eru svaladyr til vesturs á húsinu, út á volduga timburverönd. Húsið  hefur frá upphafi verið íbúðarhús, líklega tvíbýli frá upphafi en þeir Árni og Jón, sem byggðu húsið voru feðgar og var húsið um árabil innan sömu fjölskyldu. Húsið er nánast óbreytt frá upphafi að ytra byrði og segir í Húsakönnun 2014 að ástand þess sé mjög gott. Það er svosem ekki annað að sjá á húsinu, en að svo sé raunin. Lóðin hefur einnig hlotið gagngerar endurbætur, þar eru skemmtileg hlaðin blóma- og trjábeð á lóðarmörkum og hellulagnir auk veranda út timbri. Á lóðinni eru einnig nýleg greni- og furutré, sem eflaust eiga eftir að setja svip sinn á umhverfið seinna meir. Hús og lóð er semsagt til mikillar prýði í skemmtilegri götumynd, sem kallast við sjálfa Akureyrarkirkju handan Grófargilsins. Myndin er tekin þ. 11.nóv 2017. 

Heimildir: 

Bygginganefnd Akureyrarbæjar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr.1022, 15.júní 1945. Óprentað, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 227
  • Sl. viku: 622
  • Frá upphafi: 419713

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 500
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband