Hús dagsins: Fjólugata 13

Árið 1937 fékk Byggingafélag Akureyrar m.a. útvísað þremur vestustu lóðunum við Fjólugötu. P1070723Var það Halldór Halldórsson byggingafulltrúi sem fór þess á leit, fyrir hönd áðurnefnds Byggingafélags, að fá þessar lóðir. Félagið hugðist reisa þar hús, sem yrðu tvílyft steinsteypuhús á lágum grunni og með risþaki, og með svölum yfir neðri hæð að hluta. Þarna var um að ræða hús nr. 11, 13 og 15 við Fjólugötu sem öll munu reist eftir sömu teikningu 1937-38. Þessar lóðir og hús Byggingafélagsins voru áframleigðar til félagsmanna sem reistu og bjuggu í húsinu, númer 11 fengu Gísli Ólafsson og Bjarni Erlendsson en nr. 13 fengu þeir Hermann Ingimundarson trésmiður og Halldór Stefánsson. Þess má geta, að Halldór var tengdafaðir Hermanns. Bjuggu þau hvor á sinni hæð, Hermann og kona hans Anna Halldórsdóttir ásamt fimm börnum þeirra og Halldór og kona hans Ingibjörg Lýðsdóttir. Hefur húsið alla tíð verið íbúðarhús, ein íbúð á hvorri hæð. Árið1940 búa auk Hermanns og Önnu og Halldórs og Ingibjargar tvær ungar systur frá Litladal, Þorgerður og Guðrún Magnúsdætur.

Fjólugata 13 er tvílyft steinsteypuhús með lágu risi og á lágum kjallara. Yfir vestasta hluta neðri hæðar eru svalir og er efri hæð því nokkuð minni að grunnfleti. Einfaldir póstar eru í gluggum og bárujárn á þaki. Á suðvesturhorni neðri hæðar er horngluggi í anda Funkis-stefnu en að öðru leyti er ekki að sjá að slíkra áhrifa gæti á húsinu. Tvær inngöngudyr eru á framhlið, hvor að sinni hæð. Húsið er í góðu standi og lítur vel út, vel við haldið. Á Landupplýsingakerfinu finnast engar teikningar af húsinu, en það gæti m.a. bent til þess, að engar breytingar hafi verið gerðar á húsinu sem krefjast sérteikninga. Því má gera ráð fyrir, að húsið næsta óbreytt frá upprunalegri gerð. Myndin er tekin þann 7.janúar 2018.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar: Fundagerðir 1935-41. Fundur nr. 804, 4.sept. 1937. Fundur nr. 808, 8.nóv 1938.

Manntal 1940.

Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 739
  • Frá upphafi: 420025

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 591
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband