Hús dagsins: Munkaþverárstræti 17

 

Munkaþverárstræti 17 reisti Snorri Pálsson múrarameistari árið 1937. P2180721Hann fékk um vorið það ár leyfi til að reisa hús á leigulóð sinni við Munkaþverárstræti, 8x10m ein hæð á kjallara. Húsið yrði byggt úr r-steini en kjallari og burðarveggir úr steinsteypu. Teikningarnar, sem ekki eru aðgengilegar á Landupplýsingakerfinu, gerði Þórður S. Aðalsteinsson. Árið 1953 var byggt við húsið til suðurs, álma sem snýr A-V og er lengri en upprunalegi hluti hússins. Þá var þakkanti einnig breytt ásamt ýmsu smálegu s.s. gluggapóstum, en hönnuður þeirra breytinga var Mikael Jóhannesson. Árið 1987 var einnig byggður bílskúr, sambyggður viðbyggingu frá 1953 og er þak hans gólf svala eða sólpalls sunnanvert við húsið. Bílskúrinn, sem stendur við götu framan við SA horn hússins teiknaði Einar Jóhannesson Fékk húsið þá það lag sem það síðan hefur.

En Munkaþverárstræti er einlyft steinsteypuhús í Funkisstíl, með flötu dúk- eða pappaklæddu þaki og háum þakkanti úr timbri. Gluggapóstar eru einfaldir með lóðréttum fögum. Inngöngudyr er á litlu bíslagi á norðurhlið og steyptar tröppur upp að því. Heimildir fyrir byggingarári hússins eru nokkuð áreiðanlegar, bókanir Bygginganefndar og Húsakönnun 2015. Hins vegar er það svo, að elsta heimildin sem timarit.is finnur um Munkaþverárstræti 17 er frá nóvember 1935, þar sem Robert nokkur Abraham auglýsir kennslu í píanóleik á því heimilisfangi. Hugsanlegt er, að þarna sé einfaldlega um að ræða prentvillu. Á fimmta áratugnum kemur Jón Baldvinsson, búsettur hér, nokkuð oft fyrir í auglýsingum blaða, en hann auglýsti m.a. eftir starfsfólki fyrir síldarsöltun á Siglufirði.

Munkaþverárstræti er skemmtilegt og vel við haldið funkishús. Lóðin er einnig vel gróin og þar eru nokkur stæðileg grenitré. Myndin er tekin þann 18.feb 2018.

Heimildir

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41 Fundur nr. 796, 7.maí 1937. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 123
  • Sl. viku: 761
  • Frá upphafi: 419897

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 600
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband