Hús dagsins: Munkaþverárstræti 19

Snemma árs 1935 fékk Gunnlaugur Sigurjónsson lóð sem lýst var sem þriðju lóð norðan við Guðmund Frímannsson þ.e. Munkaþverárstræti 13.P2180723 Ekki fann höfundur fleiri bókanir hjá Bygginganefnd frá þessum árum þar sem téður Gunnlaugur kemur sögu, en árið 1938 auglýsir Snorri Pálsson múrari, Munkaþverárstræti 19 herbergi til leigu í nýlegu húsi, sem er líkast til þetta hús, eða Munkaþverárstræti 17, sem Snorri reisti árið áður. Teikningarnar að húsinu gerði a.m.k. Snorri Pálsson og því hlýtur að vera hægt að leiða líkur að því, að Snorri Pálsson hafi byggt Munkaþverárstræti 19 árið 1937. Samkvæmt Manntali 1940 býr þarna Guðrún Friðjóna Gunnlaugsdóttir, saumakonakona á Gefjun ásamt fjölskyldu og er hún titluð húsmóðir en 1957, þegar byggt var við húsið eftir teikningum Mikaels Jóhannessonar, er Jón Þorvaldsson eigandi hússins. Með viðbyggingu var húsið stækkað til suðurs. Munkaþverárstræti 19 er einlyft steinsteypuhús í á háum kjallara og með valmaþaki. Á þaki er bárujárn en krosspóstar með tvískiptum neðri fögum í gluggum. Horngluggar eru á nyrðri hornum hússins, en á viðbyggingu síðir “stofugluggar” til suðurs og austurs. Fremst á húsi er inngönguskúr og tröppur að honum frá götu. Munkaþverárstræti 19 er trauslegt hús og í góðri hirðu. Stendur það hátt á lóðinni, en á þessum slóðum er dágóður hæðarmismunur á lóðum. Nýlegur steyptur veggur er á lóðarmörkum og rammar hann einnig inn bílastæði á SA-horni lóðar. Á lóðinni standa m.a. lerki og grenitré. Sá sem þetta ritar horfir oftar en ekki eftir smáatriðum eða litlum hlutum sem gefa húsum skrautlegan svip eða svipauka. Á Munkaþverárstræti 19 má t.d. sjá skrautlegt járnavirki á tröppuhandriði. Myndin er tekin sólríkan febrúardag 2018, nánar til tekið þann átjánda.

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1930-35. Fundur nr. 737, 12.mars 1935.

Óprentað og óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Manntal á Akureyri 1940.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 607
  • Frá upphafi: 420080

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 457
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband