Hús dagsins: Munkaţverárstrćti 19

Snemma árs 1935 fékk Gunnlaugur Sigurjónsson lóđ sem lýst var sem ţriđju lóđ norđan viđ Guđmund Frímannsson ţ.e. Munkaţverárstrćti 13.P2180723 Ekki fann höfundur fleiri bókanir hjá Bygginganefnd frá ţessum árum ţar sem téđur Gunnlaugur kemur sögu, en áriđ 1938 auglýsir Snorri Pálsson múrari, Munkaţverárstrćti 19 herbergi til leigu í nýlegu húsi, sem er líkast til ţetta hús, eđa Munkaţverárstrćti 17, sem Snorri reisti áriđ áđur. Teikningarnar ađ húsinu gerđi a.m.k. Snorri Pálsson og ţví hlýtur ađ vera hćgt ađ leiđa líkur ađ ţví, ađ Snorri Pálsson hafi byggt Munkaţverárstrćti 19 áriđ 1937. Samkvćmt Manntali 1940 býr ţarna Guđrún Friđjóna Gunnlaugsdóttir, saumakonakona á Gefjun ásamt fjölskyldu og er hún titluđ húsmóđir en 1957, ţegar byggt var viđ húsiđ eftir teikningum Mikaels Jóhannessonar, er Jón Ţorvaldsson eigandi hússins. Međ viđbyggingu var húsiđ stćkkađ til suđurs. Munkaţverárstrćti 19 er einlyft steinsteypuhús í á háum kjallara og međ valmaţaki. Á ţaki er bárujárn en krosspóstar međ tvískiptum neđri fögum í gluggum. Horngluggar eru á nyrđri hornum hússins, en á viđbyggingu síđir “stofugluggar” til suđurs og austurs. Fremst á húsi er inngönguskúr og tröppur ađ honum frá götu. Munkaţverárstrćti 19 er trauslegt hús og í góđri hirđu. Stendur ţađ hátt á lóđinni, en á ţessum slóđum er dágóđur hćđarmismunur á lóđum. Nýlegur steyptur veggur er á lóđarmörkum og rammar hann einnig inn bílastćđi á SA-horni lóđar. Á lóđinni standa m.a. lerki og grenitré. Sá sem ţetta ritar horfir oftar en ekki eftir smáatriđum eđa litlum hlutum sem gefa húsum skrautlegan svip eđa svipauka. Á Munkaţverárstrćti 19 má t.d. sjá skrautlegt járnavirki á tröppuhandriđi. Myndin er tekin sólríkan febrúardag 2018, nánar til tekiđ ţann átjánda.

Heimildir:

Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa ađgengileg á slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerđir 1930-35. Fundur nr. 737, 12.mars 1935.

Óprentađ og óútgefiđ; varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.

Manntal á Akureyri 1940.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson
Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.
Des. 2018
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • PB180854
 • PB180859
 • PB180853
 • PB180850
 • PB180852

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.12.): 87
 • Sl. sólarhring: 93
 • Sl. viku: 910
 • Frá upphafi: 222323

Annađ

 • Innlit í dag: 70
 • Innlit sl. viku: 638
 • Gestir í dag: 67
 • IP-tölur í dag: 67

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband