Hús dagsins: Munkaþverárstræti 21.

Munkaþverárstræti 21 reisti Karl Friðriksson árið 1938, en hann fékk í nóvember 1937 leyfi til að reisa hús á leigulóð sinni við Munkaþverárstræti steinsteypt íbúðarhús á einni hæð á kjallara og með valmaþaki 9x8,5 m að stærð. Teikningarnar gerði Tryggvi Jónatansson.P2180725

En Munkaþverárstræti er tvílyft, eða einlyft á mjög háum kjallara, steinsteypuhús í funkisstíl með valmaþaki. Horngluggar eru á suðausturs en inngöngudyr á norðurhlið og steyptar tröppur upp að þeim, en svalir eru til suðausturs á efri hæð.  Bárujárn er á þaki, veggir múrsléttaðir og einfaldir póstar í gluggum með lóðréttum póstum og opnanlegu fögum.

Elsta heimildin á gagnasafninu timarit.is þar sem Munkaþverárstræti 21 kemur fyrir er frá 11.nóvember 1938 en þar auglýsir Ingimar nokkur Jónsson ýmis konar síld til sölu, bæði kryddsíld, Matjesíld og flatta síld. Sannkallað sælgæti sem þar var í boði fyrir 80 árum. Ingimar Jónsson kemur nokkrum sinnum fyrir í auglýsingum á fimmta áratugnum þar sem hann óskar eftir til kaups eða selur varning tengdan trilluútgerð.  Húsinu virðist ekki hafa verið breytt mikið eða við það byggt, alltént telur Húsakönnun 2015 það upprunalegt í útliti. Árið 1957 var byggður bílskúr á lóðinni eftir teikningum  Mikaels Jóhannessonar, en hann  þar er um að ræða „parskúr“ sem er sameiginlegur með húsum nr. 19 og 21. Húsið er í góðri hirðu og lítur vel út og sömu sögu að segja af lóðinni sem er vel gróin m.a. birkitrjám. Myndin er tekin þann 18.febrúar 2018.

 

Heimildir: Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41Fundur nr.809, 27.nóv 1937.

Óprentað og óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

 

Að sjálfsögðu minni ég alla á söfnunina fyrir prentun bókarinnar Norðurbrekkan milli Gils og klappa á Karolina Fund. Eintak af bókinni kostar lítið eitt minna en  bíóferð fyrir tvo með poppi og kóki wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 130
  • Sl. sólarhring: 195
  • Sl. viku: 739
  • Frá upphafi: 419830

Annað

  • Innlit í dag: 102
  • Innlit sl. viku: 590
  • Gestir í dag: 100
  • IP-tölur í dag: 98

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband