Hús dagsins: Munkaþverárstræti 23

Árið 1937 fékk frk. Guðrún Hólmgeirsdóttir lóð við Munkaþverárstræti og leyfi til að reisa þar íbúðarhús úr steinsteypu, eina hæð á kjallara. P2180726Mál hússins voru 12,05x8,10 austanmegin en heldur breiðara, 12,05x9,30m vestanmegin. Teikningarnar gerði Tryggvi Jónatansson, en 1951 var byggð við húsið álma  til vesturs, þ.e. bakatil,  eftir teikningum Snorra Guðmundssonar. Fékk húsið væntanlega þá það lag sem það síðan hefur.

En Munkaþverárstræti 23 er einlyft steinsteypuhús á háum kjallara eða tveggja hæða, með valmaþaki. Útskot er á húsinu til suðurs og forstofubygging á norðurhlið og upp að henni steyptar tröppur að götu. Veggir eru múrhúðaðir og bárujárn á þaki en einfaldir lóðréttir póstar í flestum gluggum. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús og líkast til einbýli frá upphafi og þar hafa margir búið gegn um tíðina. Ekki er að sjá, ef flett er upp á timarit.is að þarna hafi farið fram nein verslun eða starfsemi sem auglýst var í blöðum. En húsið er í góðu standi og hefur líkast til alla tíð fengið gott viðhald og umhirðu. Á lóðinni standa m.a. nokkur birkitré. Myndin er tekin þann 18.feb. 2018.

 

Heimildir: Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41Fundur nr.797, 14. maí 1937.Fundur nr. 801, 9. Júlí 1937.

Óprentað og óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Að sjalfsögu minni ég enn og aftur á söfnunina fyrir bókinni Norðurbrekkan milli Gils og klappa. Um að gera að tryggja sér eintak, jafnvel eintak með aukaefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 227
  • Sl. viku: 618
  • Frá upphafi: 419709

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 496
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband