Hús dagsins: Munkaþverárstræti 25

Ég held áfram umfjöllun um Munkaþverárstrætið og hús dagsins í dag, sumarsólstaða, er Munkaþverárstræti 25.

Á fjórða áratugnum var ekki algengt að konur stæðu fyrir húsbyggingum.P2180727 En það var tilfellið með húsin nr. 23 og 25 við Munkaþverárstrætið. Númer 23 byggði Guðrún Hólmgeirsdóttir en Guðríður Aðalsteinsdóttir byggði Munkaþverárstræti 25. Það var í marslok 1937 að Guðríður fékk leyfi til að  byggja íbúðarhús úr steinsteypu með járnklæddu timburþaki, ein hæð á kjallara og með lágu risi, 12,5x9,30. Líklega hefur húsinu þó frekar verið að ætlað að vera með valmaþaki en risi en teikningarnar, sem Tryggvi Jónatansson gerði gera ráð fyrir því.

Munkaþverárstræti 25 er einlyft steinhús á háum kjallara og með valmaþaki. Raunar mætti telja það tvílyft en hér hefur höfundur tilhneigingu til að fara eftir því upprunalegum lýsingum Bygginganefndar. Nema auðvitað húsum hafi verið breytt á annan hátt, sem er ekki tilfellið hér. Bárujárn er á þaki og veggir múrsléttaðir. Einfaldir lóðréttir póstar með opnanlegum þverfögum eru í flestum gluggum. Á suðurhlið er útskot með svölum en inngöngudyr og steyptar tröppur að þeim á norðurhlið. Húsið stendur hátt miðað við götubrún en fremst á lóð við götuna er steyptur bílskúr, byggður árið 1946 eftir teikningum Guðmundar Gunnarssonar. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús, og bjó sú er húsið byggði, Guðríður Aðalsteinsdóttir hér ásamt manni sínum Guðmundi Guðlaugsson um langt árabil. Hann var m.a. framkvæmdastjóri Kaffibrennslu Akureyrar. Húsið er frá upphafi einbýli en svo sem tíðkaðist á þeim tíma leigðu þau út herbergi.   Munkaþverárstræti er reisulegt hús og í mjög góðri hirðu og hefur samkvæmt Húsakönnun 2015 varðveislugildi sem hluti hinnar heillegrar raðar funkishúsa við norðanvert Munkaþverárstrætið. Lóðin er einnig til mikillar prýði, vel gróin bæði trjám og skrautgróðri. Myndin er tekin þ. 18. febrúar 2018

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41.  Fundur nr. 793, 31. Mars 1937.

Óprentað og óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

PS.  ÉG MINNI AÐ SJÁLFSÖGÐU á söfnunina inn á Karolina Fund. Hún stendur til 6.ágúst og mikið vantar upp á til þess að það geti orðið að veruleika, að hluti þessara skrifa komi út á bók.  Þess má líka geta, að ef þessi bók gengur upp er ekkert því til fyrirstöðu að ég komi annarri út; mögulega gæti þetta orðið nokkurra bóka flokkur. Minni á það, að ef söfnun tekst ekki og bókin verður ekki að veruleika er enginn rukkaður. Þetta eru einungis áheit sem koma aðeins til framkvæmda ef söfnun tekst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 5
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 422
  • Frá upphafi: 417791

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 235
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband