Norðurbrekkan milli Gils og klappa

Eins og gestum þessarar síðu mun vera kunnugt um, stendur yfir tilraun hjá mér til að gerast rithöfundur. Hyggst ég gefa út hluta skrifa sem komið hafa fram á þessum vef á bók og er handritið tilbúið. Útgáfa þessarar bókar er þó algjörlega háð því, að söfnun takist á Karolina Fund. Hér er hægt að tryggja sér eintak af bókinni með því að fylla út reitina til vinstri en hægra megin á síðu er hægt að velja útfærslu. Þið getið m.a. keypt eitt eintak, fengið nafn á þakkarlista fyrir aukaþóknun, fengið handskrifaðan aukafróðleik, fengið 2 eintök og annað með afslætti svo dæmi séu tekin. Eintakið kostar 30 evrur eða um 4200 krónur. Um að gera að hvetja áhugasama að taka þátt í þessu og minni ég á að fari svo að söfnun takist ekki, er styrkurinn endurgreiddur. 

Í liðinni viku fékk ég í hendur nk. "prufueintak" af fyrirhugaðri bók Er nokkuð ánægður með útkomuna þó ekki sé hún gallalaus. Enn eru ýmsar ásláttarvillur sem þarf að laga og ýmislegt þess háttar. Ljóst er, að ég þarf að endurljósmynda fjölda húsa vegna slælegra gæða, en það höfðu þeir hjá prentsmiðjunni bent mér á. Líklega kemur það til af því, að ég asnaðist til að skera af upprunalegum myndum og rétta þær af, án þess að gæta að upplausninni. En til þess er nú þessi prufa, sjá hvað betur má fara hvað varðar bæði texta og myndir: Ekki kemur til greina að bjóða kaupendum bókar upp á eitthvert hrafnaspark ! En svona kemur bókin til með að líta út:

P7030782

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P7030780

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P7030781

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú er tæpur mánuður til stefnu til að tryggja það að bókin komi út, og aðeins hafa safnast 16 %. Þannig að nú þarf að láta þetta berast ! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 29
  • Sl. sólarhring: 100
  • Sl. viku: 768
  • Frá upphafi: 419904

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 606
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband