Hús dagsins: Munkaþverárstræti 28

Munkaþverárstræti 28 byggði Henning Kondrup árið 1944, og var byggingaleyfi hans afgreitt fjórum dögum fyrir stofnun Lýðveldisins Íslands á Þingvöllum.P2180730 En það var þann 13. júní 1944 sem Henning var heimilað að reisa íbúðarhús úr steinsteypu, eina hæð á kjallara með lágu risi, neðri hæðin steinsteypt með steinlofti en efri hæð hlaðin úr r-steini. Teikningar að húsinu gerði Guðmundur Gunnarsson. Enda þótt byggingaleyfi segði fyrir um lágt ris varð raunin sú að þak hússins var flatt, alltént segir í Húsakönnun 2015 að húsið hafi síðar fengið valmaþak. En á upprunalegum teikningum er gert ráð fyrir slíku þaki.

Munkaþverárstræti 28 er steinsteypuhús, einlyft með lágu valmaþaki og á háum kjallara. Bárujárn er á þaki og veggir múrsléttaðir. Á hæð eru svalir til suðurs. Inngöngudyr eru að norðvestanverðu og eru tröppur að þeim yfirbyggðar, þ.e. þakið  slúttir yfir. Á norðurhlið eru gluggar með margskiptum póstar, þar af er annar við útitröppur. Annars eru  einfaldir lóðréttir póstar í gluggum hússins. Húsið er í góðri hirðu og lítur vel út og mun næsta lítið breytt frá upphafi, og er í húsakönnun 2015 sagt hluti raðar samstæðra funkishúsa, og telst þannig með 1. stigs varðveislugildi. Myndin er tekin þ. 18. feb. 2018

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41.  Fundur nr. 979, 13. júní 1944.

Óprentað og óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 58
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 465
  • Frá upphafi: 420165

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 337
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband