Hús dagsins: Munkaþverárstræti 30

Munkaþverárstræti 30 reisti Ingólfur Bjargmundsson rafmagnsverkfræðingur árið 1942 P2180729 en það var á fundi Bygginganefndar Akureyri þann 19. September 1941 sem honum var heimiluð bygging. Húsið skyldi byggt skv. „meðfylgjandi teikningu“  steinsteypt með járnklæddu valmaþaki úr timbri, 12x8,5m að stærð þ.e. um 100 fermetrar að grunnfleti.  Umrædda teikningu gerði Friðjón Axfjörð, en hún er ekki aðgengileg á Landupplýsingakerfinu, hefur e.t.v. ekki varðveist.

En Munkaþverárstræti 30 er einlyft steinsteypuhús á háum kjallara og með valmaþaki, með hornglugga í anda Fúnkís-stefnunnar til suðvesturs. Einfaldir, lóðréttir póstar eru í gluggum en bárujárn er á þaki en veggir eru klæddir steiningu, sem sumir kalla skeljasand. Árið 1981 var húsinu breytt lítillega þ.e. gluggum og þakbrún en ekki mun hafa verið byggt við húsið. Teikningar af þeim breytingum gerði Haukur Haraldsson.

Ingólfur Bjargmundsson, sá er byggði húsið mun ekki hafa búið þarna í mörg ár en húsið var auglýst til sölu í mars 1945 . Þá hafa feðgarnir Haraldur Þorvaldsson verkamaður og Valdimar sonur, síðar forstjóri Pylsugerðar KEA, líklega flust þangað ásamt fjölskyldum sínum. Haraldur var áður bóndi  fyrst á Eyvindarstöðum í Sölvadal, sem er um 40 km framan Akureyrar og síðar á Kífsá í Kræklingahlíð, neðan Hlíðarfjalls. Alla tíð hefur húsið verið íbúðarhús og nú eru tvær íbúðir í húsinu. Það er í góðu standi og lítur vel og hefur skv. Húsakönnun 2015 varðveislugildi sem hluti samstæðra funkishúsa.  Myndin er tekin 18. feb. 2018.

P6190768

 Hér má sjá Kífsá, en þar var Haraldur Þorvaldsson, lengi búsettur í Munkaþverárstræti 30, bóndi á árunum kringum 1920. Aðeins hluti íbúðarhúss er enn uppistandandi, en bærinn fór í eyði 1961.  Kífsá er ofarlega í Kræklingahlíð, u.þ.b. kílómetra norðan við Lögmannshlíð og töluvert ofar í hlíðinni. Ofar má sjá nafnlausan foss sem mun einn sá hæsti í Eyjafjarðarsýslu, um 30-40m. Myndin er tekin af Lögmannshlíðarvegi (sem á kortavef ja.is er kallast einfaldlega Lögmannshlíðin) á góðviðrisdegi, 20. júní 2018.

 

 

 

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41, fundur nr. 885, 19. sept 1941.

Óprentað og óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 226
  • Sl. viku: 621
  • Frá upphafi: 419712

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 499
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband