Hús dagsins: Munkaþverárstræti 32

Munkaþverárstræti 32 reisti Sigurður H. Hjálmarsson húsasmiður eftir eigin teikningum árið 1946. P2180732Hann fékk snemma árs 1946 leyfi til að reisa íbúðarhús, 11,2x9,2m að stærð, eina hæð á kjallara og byggt úr steinsteypu. Tekið er fram í bókunum bygginganefndar að veggir hússins verði tvöfaldir með reiðingstróði og steinsteypuloft yfir kjallara. Væntanlega hefur loft yfir hæð þá átt að vera úr timbri.

En Munkaþverárstræti er steinsteypuhús í funkisstíl með lágu valmaþaki, svipaðrar gerðar og mörg nærliggjandi hús. Það er ein hæð á háum kjallara og raunar mætti telja kjallara til hæðar eða jarðhæðar austanmegin vegna hæðarmismunar á lóð. Á suðausturhorni hússins eru horngluggar í anda funkisstefnu en póstar í gluggum eru lóðréttir póstar með opnanlegum þverfögum. Bárujárn er á þaki en veggir múrhúðaðir. Inngöngudyr eru á norðurhlið og svalir til austurs.

Húsið er nokkurn veginn óbreytt frá upphafi og hefur líkast til alla tíð hlotið gott viðhald. Sigurður Hjálmarsson og kona hans Guðrún Sigtryggsdóttir bjuggu hér alla sína tíð, eða í meira en hálfa öld, en hann lést 2001 og hún 2003.  Húsið er í Húsakönnun 2015 sagt hluti samstæðrar heildar funkishúsa í götunni, og fær þar varðveislugildi 1. Fær það einnig „plúsa í kladdan“ þar fyrir ástand og upprunaleika, enda ástand hússins mjög gott.  Á mörkum lóðar og götu er einnig upprunaleg, steypt girðing með járnavirki. Myndin er tekin sunnudaginn 18. febrúar 2018.

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41.  Fundur nr. 793, 31. Mars 1937.

Óprentað og óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

PS. Minni á söfnun fyrir prentun á bókinni minni, nú er innan við vika eftir af söfnunartímabilinu. Nú þarf,hreint út sagt, STÓRÁTAK hér á Karolina Fund   svo bókin Norðurbrekkan milli Gils og klappa verði að veruleika. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 19
  • Sl. sólarhring: 127
  • Sl. viku: 758
  • Frá upphafi: 419894

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 599
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband