Hús dagsins: Munkaþverárstræti 33

Munkaþverárstræti 33 reisti Júlíus Davíðsson árið 1948. Hann fékk árið 1946 leyfi P2180735Bygginganefndar til að reisa steinsteypt íbúðarhús, ein hæð á kjallara, 10,5x10,8m (nánast ferningslaga) byggt úr steinsteypu, bæði loft og veggir og með timburskúrþaki. Samkvæmt Húsakönnun 2015 er byggingarár sagt 1948 þ.a. líklega hefur húsið verið fullbyggt þá, en raflagnateikningar fyrir húsið eru dagsettar 2. feb 1949. Teikningarnar að húsinu gerði Guðmundur Gunnarsson, en þær eru ekki aðgengilegar á Landupplýsingakerfinu.

Munkaþverárstræti 33 er einlyft steinsteypuhús í funkisstíl. Húsið er á háum kjallara og með lágu einhalla þaki, með steyptum þakkanti. Nyrðri hluti framhliðar skagar eilítið fram og í kverkinni á milli eru inngöngudyr. Steyptar tröppur eru upp að þeim, ásamt verönd eða svölum. Flestir gluggar hússins eru þrískiptir með lóðréttum póstum með einu opnanlegu þverfagi. Húsið mun að mestu óbreytt frá upprunalegri gerð, hefur alla tíð verið íbúðarhús. Upprunalega mun húsið hafa verið skipulagt sem einbýlishús. Júlíus Davíðsson bjó þarna ásamt fjölskyldu sinni um langt árabil, en Munkaþverárstræti 33 er ekki eina húsið á Ytri Brekkunni sem Júlíus á heiðurinn af. Hálfum öðrum áratug áður reisti hann Hamarstíg 1 og hann mun einnig hafa komið að byggingu Oddeyrargötu 22. Munkaþverárstræti 33 er glæsilegt og vel hirt hús, og sama er að segja af lóð, sem er vel gróin. Þar standa m.a. nokkur gróskumikil reynitré. Við götu er steyptur kantur, jafn gamall húsinu og er hann einnig í góðu standi. Húsið er hluti af langri og mikilli röð funkishúsa við norðanvert Munkaþverárstrætið, og hefur varðveislugildi sem hluti hennar skv. Húsakönnun 2015. Tvær íbúðir eru í húsinu, hvor á sinni hæð. Myndin er tekin þ. 18. feb 2018.

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41.  Fundur nr. 1044, 23. febrúar 1946.

Óprentað og óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 82
  • Sl. sólarhring: 88
  • Sl. viku: 558
  • Frá upphafi: 417779

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 355
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband