Hús dagsins: Munkaþverárstræti 37

Munkaþverárstræti 37, byggt 1941-42 er ysta húsið við austanverða götuna.P2180739 Lóðin er þríhyrnd , eða öllu heldur fleyglaga og liggur á mótum Munkaþverárstrætis og Helgamagrastrætis þar sem fyrrnefnda gatan liggur skáhallt til suðurs út frá þeirri síðarnefndu. Vesturmörk lóðarinnar liggur að Helgamagrastræti. Sumarið 1941 fékk Guðmundur Tómasson þessa lóð og hóf að byggja ( höfundur fann ekki byggingaleyfi í bókunum Bygginganefndar), ásamt lóð nr. 35 en í febrúar 1942 yfirfærir hann lóðina ásamt öllum réttindum  á nafn Sigurðar Einarssonar Hlíðar, dýralæknis, og mun hann hafa lokið við byggingu hússins. Alltént er nafn hans á raflagnateikningum  Þorsteins Sigurðssonar frá 1943. Ekki liggur hins vegar fyrir hver teiknaði húsið.

Munkaþverárstræti 37 er tvílyft steinsteypuhús í funkisstíl, með lágu bárujárnsklæddu bárujárnsklæddu valmaþaki og steiningu á veggjum. Einfaldir lóðréttir póstar eru í gluggum og horngluggar til suðurs á báðum hornum og báðum hæðum. Útskot er til austurs norðanmegin á húsinu og í kverkinni á milli inngöngudyr á efri hæð og steyptar tröppur með tröppulaga handriði.

Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús. Á fimmta áratugnum var starfrækt í húsinu húsgagnavinnustofa sem kallaðist Nýja Bólsturgerðin en hana rak Ingimar Jónsson, hér búsettur. Í húsinu bjuggu um áratugaskeið Ásgrímur Stefánsson forstjóri klæðaverksmiðjunnar Heklu og kona hans Guðríður Adolfsdóttir.  Hekla, sem lengi var eitt af mörgum stórum iðnaðarfyrirtækjum á Gleráreyrum á síðari helmingi 20. aldar átti raunar uppruna sinn í prjónastofu sem þau Ásgrímur og Guðríður starfræktu er þau bjuggu í Hafnarstræti 13.  

Munkaþverárstræti 37 er traustlegt og vel við haldið hús enda það þótt muni nokkurn veginn óbreytt frá upphafi, á húsinu er t.a.m. nokkuð nýlegt þakjárn. Húsið er skv. Húsakönnun 2015 hluti varðveisluverðar, samstæðrar heildar funkishúsa við Munkaþverárstræti. Rekur það raunar endahnútinn á umrædda röð vestanmegin götunnar, en röð þessi er bæði löng og heilsteypt. Tvær íbúðir munu í húsinu, hvor á sinni hæð. Myndin er tekin þ. 18. feb. 2018.

 

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41.  Fundur nr. 916, 26. Júní 1942.

Óprentað og óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 58
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 534
  • Frá upphafi: 417755

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 340
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband