Hús dagsins: Munkaþverárstræti 38

Árið 1942 fékk Sigurður Sölvason smiður leyfi til aðP2180736 reisa hús; ein hæð á kjallara úr steinsteypu og með járnklæddu valmaþaki á lóð við Munkaþverárstræti. Teikningarnar gerði Tryggvi Jónatansson. Sú lýsing sem gefin er upp í lýsingu bygginganefndar á nokkurn veginn við húsið enn í dag, en það er klætt steiningu og með bárujárni á þaki og gluggar eru flestir þrískiptir með lóðréttum póstum. Horngluggar í anda funkisstefnu eru á suðausturhorni. Viðbygging, anddyri er á austurhlið, byggð eftir teikningum Magnúsar Ingólfssonar, en byggingarár hennar er ekki þekkt. Á norðausturhorni lóðar stendur bílskúr, reistur árið 1967 eftir teikningum Magnúsar Ingólfssonar.

Sigurður starfaði við smíðar húsbyggingar allan sinn starfsaldur, lengi vel í félagi við Óskar Gíslason en stofnaði um 1960, þá kominn vel á sjötugsaldur, eigið verkstæði. Elínborg var mjög virk í ýmsum félagsstörfum kvenfélaga, m.a. formaður Kvenfélagsins Hlífar um miðja 20. öld, um það leyti sem það kom á fót barnaheimili, Pálmholti, í efri byggðum Akureyrar. Mikið og þarft framtak hjá frú Elínborgu og Hlífarkonum og skemmst er frá að segja, að tæpum 70 árum síðar er enn starfræktur leikskólinn Pálmholt í þessum sömu húsakynnum. En það voru einmitt þeir Sigurður Sölvason og Óskar Gíslason sem stýrðu byggingu Pálmholts. Sigurður og Elínborg bjuggu hér allan sinn aldur, hún lést 1979 en hann 1986. Síðan hefur húsið líklega skipt nokkrum sinnum um eigendur en öllum hefur auðnast að halda húsinu vel við, en það virðist í býsna góðri hirðu. Steiningarklæðningin sem er utan á Munkaþverárstræti 38 og var mjög algeng var um og fyrir miðja 20. öld, er með eindæmum endingargóð og stundum sagt að hún sé „viðhaldsfrí“. Ein íbúð er í húsinu. Lóðin er einnig vel gróin og hirt, og eru þar nokkur stæðileg tré. Næsta lóð sunnan við, Munkaþverárstræti 36 hefur líkast til alla tíð verið óbyggð. Þar standa hins vegar miklar og stæðilega aspir, en lóðin liggur að austanverðu að lóðunum við Brekkugötu 33 og 37. Líkt og nærliggjandi hús er húsið hluti af samstæðri funkishúsaröð við Munkaþverárstrætið sem fær varðveislugildið 1 í Húsakönnun 2015. Myndin er tekin þann 18. feb 2018.

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941- 48.  Fundur nr. 916, 26. júní 1942.

Óprentað og óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 84
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 560
  • Frá upphafi: 417781

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 357
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband