Hús dagsins: Munkaþverárstræti 44

Munkaþverárstræti 44 er það nyrsta við götuna og  stP2180742endur það lítið eitt neðan við gatnamót götunnar og Helgamagrastrætis, nærri efstu húsum við Brekkugötu. Um er að ræða tvílyft steinsteypuhús með valmaþaki en húsið byggði Guðmundur Ólafsson. Teikningarnar að húsinu gerði Stefán Reykjalín byggingameistari og sonur Guðmundar.

            En það var síðla vetrar 1943 sem Guðmundur falaðist eftir því, að fá reisa hús á lóðinni en Byggingarnefnd hafnaði þeirri beiðni á grundvelli þess, að lóðin væri of lítil. En lóðin er þríhyrnd þar sem Helgamagrastrætið og Munkaþverárstrætið sveigja til gangstæðra átta. Austurmörk lóðarinnar liggja að lóðinni Brekkugötu 43. Þá lóð átti á þessum tíma Þorsteinn Þorsteinsson gjaldkeri og ferðafrömuður. Þeir Guðmundur gerðu samning sín á milli, um að Þorsteinn eftirléti Guðmundi 1m breiða spildu af sinni lóð. Þeim samningi framvísaði sá síðarnefndi til Byggingarnefndar. Þessi metri hafði greinilega úrslitaáhrif um byggingarleyfið því þann 16. apríl 1943 fær Stefán Reykjalín leyfi fyrir hönd föður síns að reisa r- steinshús með járnklæddu timburþaki, 7,75x6,75m að stærð. Þeir feðgar, Guðmundur og Stefán eiga heiðurinn af fjölmörgum húsum á Akureyri. Guðmundur byggði árið 1926 Brekkugötu 29 sem er steinsteypt stórhýsi í burstabæjarstíl, líkast til hið eina sinnar tegundar hér í bæ. Sú húsagerð var þó nokkuð algeng til sveita á fyrri hluta 20. aldar. Stefán teiknaði og byggði á sínum starfsferli vel á annað hundrað raðhúsaíbúða (sbr. Ak.bær, Gylfi Guðjónsson o.fl. 2015: 22). Meðal húsa eftir hann hér í nágrenninu er húsið á Klapparstíg 3, en það teiknaði hann aðeins 19 ára árið 1933. 

Munkaþverárstræti 44 er tvílyft steinhús með lágu valmaþaki. Á norðurhlið er forstofuálma eða útskot og steyptar tröppur upp á efri hæð. Veggir eru með steiningu og bárujárn á þaki en einfaldir lóðréttir póstar í gluggum. Á lóðinni stendur einnig bílskúr, byggður 1979 eftir teikningum Sigurðar Oddssonar, en skúrinn tvöfaldur, sameiginlegur með Brekkugötu 45. Húsið er í mjög góðu standi og lítur vel út en mun að mestu óbreytt frá upprunalegri gerð, a.m.k. að ytra byrði. Húsið fær varðveislugildi 1 í Húsakönnun 2015, enda þótt það standi eilítið utan við hina heilsteyptu funkishúsaröð við austanvert Munkaþverárstrætið. Myndin er tekin þann 18. feb. 2018.

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48.  Fundur nr. 938, 26. mars 1943. Fundur nr. 939, 2. apríl 1943, nr. 940, 16. apríl 1943.

Óprentað og óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • PA040027
  • IMG 1503
  • IMG 1501
  • IMG 1500
  • P8291011

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 8
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 425
  • Frá upphafi: 417794

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 238
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband